Stöðugleikaeignir verði undir fjármálaráðuneytinu

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Verði breytingartillögur nefndarinnar samþykktar mun félag sem …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Verði breytingartillögur nefndarinnar samþykktar mun félag sem tekur við stöðugleikaframlögum upp á 384 milljarða heyra undir ráðuneytið en ekki Seðlabankann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stofna á nýtt félag sem heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið sem heldur utan um eignir ríkisins sem kunna að koma til vegna stöðugleikaeignar. Kemur það í stað þess að félagið heyri undir Seðlabankann. Ríkið þarf að leggja slíku félagi til stofnfé að upphæð 150 milljónir til að mæta útgjöldum eins og ráðgjöf við mat, auglýsingar og lögfræðiþjónustu. Þetta kemur fram í meirihlutaáliti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Í álitinu er lögð til breyting á lögum um Seðlabankann sem fjalla um að Seðlabankinn annist umsýslu og að fullnusta verðmæti sem Seðlabankinn tekur á móti og kallast stöðugleikaeignir. Sérstök áhersla er lögð á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni við umsýslu og sölu eignanna.

Í svari fjármálaráðherra í janúar kom fram að stöðugleikaframlögin gætu numið um 384 milljörðum króna.

Segir í álitinu að veigamikil rök hafi komið fram um að félagið sé ekki á forræði Seðlabankans heldur heyri beint undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Meirihluti nefndarinnar telur að með því séu verkefnin í hæfilegri fjarlægð frá ráðuneytinu, en ráðherra skipti hins vegar í stjórn félagsins.

Meiri hlutinn telur að ef tvær leiðir standa til boða við ráðstöfun á eignum skuli velja þá leið sem er gagnsærri. Jafnræði verði náð með því að allir sem uppfylli málefnaleg skilyrði eigi kost á því að bjóða í einstakar eignir og að nauðsynlegar upplýsingar um söluferlið séu aðgengilegar fyrir alla mögulega bjóðendur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert