„Vond skoðun hjá Ásmundi“

Skoðanir Ásmundar Friðrikssonar eiga ekki upp á pallborðið hjá mörgum …
Skoðanir Ásmundar Friðrikssonar eiga ekki upp á pallborðið hjá mörgum samflokksmönnum hans. mbl.is/Árni Sæberg

Ungir sjálfstæðismenn fordæma orð þingmanns flokksins, Ásmundar Friðrikssonar á Alþingi í dag um að senda eigi flóttamenn aftur til síns heima. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, segir skoðun Ásmundar ekki samræmast stefnu flokksins.

Ásmundur gerði mál hælisleitanda sem hótaði að kveikja í sér í gær að umtalsefni á Alþingi í dag. Sagði hann íslenskt samfélag ekki vant slíku og spurði í kjölfarið hvort tilefni væri til að loka landamærunum og senda hælisleitendur til síns heima.

„Þetta er vond skoðun hjá Ásmundi og hlýtur fyrst og fremst að lýsa skilningsleysi hans á ástandinu í Sýrlandi. Að leggja til að menn verði sendir aftur á stríðshrjáð svæði er auðvitað ótrúlegt og ekki sæmandi þingmanni Sjálfstæðisflokksins,“ segir í yfirlýsingu Ungra sjálfstæðismana á Facebook-síðu þeirra.

Þetta er vond skoðun hjá Ásmundi og hlýtur fyrst og fremst að lýsa skilningsleysi hans á ástandinu í Sýrlandi. Að leggja...

Posted by Ungir sjálfstæðismenn on Tuesday, 1 March 2016

Minna þeir á stefnu flokksins í málaflokknum sem samþykkt var á landsfundi hans í fyrra. Hafa skuli mannúðarsjónarmið og skilvirkni að leiðarljósi í málefnum hælisleitenda.

„Móttaka flóttamanna er sjálfsögð. Sjálfstæðisflokkurinn fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að auka fjármagn til flóttamannaaðstoðar í kjölfar neyðar sem skapast hefur í Evrópu undanfarin misseri.“

Skoðun Ásmundar samrýmist ekki stefnu Sjálfstæðisflokksins í þessum málum.

Posted by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir on Tuesday, 1 March 2016
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert