„Erum að bjarga verðmætum“

Stjórnendur gengu í störf verkamanna í Straumsvík í dag.
Stjórnendur gengu í störf verkamanna í Straumsvík í dag. mbl.is/Golli

Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, er ánægður með hvernig til hefur tekist við útskipun í Straumsvík í dag.

Hann reiknar með því að stjórnendur í álverinu muni halda áfram að ganga í störf verkamanna á morgun við að lesta ál um borð í skip til útflutnings.

Engar athugasemdir frá Vinnueftirliti ríkisins

„Þetta hefur gengið vel. Vinnueftirlitið kom og gerði ekki neinar athugasamemdir. Það hefur verið vel að öllu staðið,“ segir Ólafur Teitur.

„Gylfi [Ingvarsson talsmaður starfsmanna í Straumsvík] kallaði þetta leikþátt en við erum að bera hönd fyrir höfuð okkar og bjarga verðmætum.“

Frétt mbl.is: „Vilja láta reyna á leikþáttinn“

Ólafur segir fyrirtækið vera allt af vilja gert til að gera góðan kjarasamning við verkamennina en nýr samningafundur hefur ekki verið boðaður. „Verkalýðsfélögin slitu samningafundi á mánudaginn. Það fannst okkur miður, því við teljum að það sé löngu tímabært að semja um kaup og kjör.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert