Um fjögur í nótt hafði rútubílstjóri samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og bað um aðstoð því hann hefði keyrt á ref í Kömbunum og taldi að refurinn væri dauður hann hafði því sett hann í poka í farangursrými.
En þegar bílstjórinn kom á endastöð brá honum heldur betur í brún þegar í ljós kom að refurinn var ekki dauður og fékk lögreglu sér til aðstoðar.
Á sjötta tímanum í gær var tilkynnt um tvö umferðaróhöpp til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Í fyrra tilvikinu hafði bifreið ekið utan í átta ára gamlan dreng á Sundlaugarvegi. Drengurinn fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku en talið var að hann væri fótbrotinn.
Skömmu síðar var tilkynnt um bílveltuá Bláfjallavegi. Tvö voru í bifreiðinni kona og ellefu ára sonur hennar. Hún kvartaði undan eymslum í höfði og handlegg. Mæðginin voru flutt á bráðamóttöku til aðhlynningar en Krókur sá um að flytja bifreiðina á brott af slysstað.