Píratar áfram með mest fylgi

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Píratar mælast áfram með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups eða 35,9%. Fréttavefur Ríkisútvarpsins greinir frá þessu.

Sjálfstæðisflokkurinn kemur næstur með 23,7%. Framsóknarflokkurinn er með 11%, Vinstrihreyfingin - grænt framboð með 10,8% og Samfylkingin með 9,7%. Björt framtíð rekur síðan lestina með 3,3% fylgi. Fylgi ríkisstjórnarinnar er 36,7%.

Skoðanakönnunin var gerð 28. janúar - 28. febrúar. Samtals voru 5718 í úrtakinu og tóku 59,2% þátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka