67 tilnefningar til verðlauna FÍT

Í ár er bryddað upp á þeirri nýjung að birta …
Í ár er bryddað upp á þeirri nýjung að birta tilnefningar til verðlaunanna.

Hin árlegu FÍT-verðlaun, sem veitt eru af Félagi íslenskra teiknara, verða afhent næstkomandi miðvikudag, 9. mars. Verðlaunin eru veitt fyrir þau verk sem sköruðu fram úr á sviði grafískrar hönnunar og myndskreytingar á liðnu ári.

Í keppnina senda verk bæði auglýsingastofur og einyrkjar auk þess sem nemendur í grafískri hönnun senda verk í sérstakan nemendaflokk, að því er fram kemur í tilkynningu frá FÍT.

Segir þar að í ár hafi borist metfjöldi innsendinga og fjöldinn hafi þannig aukist um nær helming frá því í fyrra. Því megi ætla að sérlega mikil gróska sé í grafískri hönnun um þessar mundir.

Í ár er bryddað upp á þeirri nýjung að birta tilnefningar til verðlaunanna, en dómnefndina skipar breiður hópur fagmanna á sviði grafískrar hönnunar. Tilnefnt er í 17 flokkum og ná þeir yfir helstu undirflokka grafískrar hönnunar, svo sem skjágrafík, vefhönnun, prentverk, auglýsingahönnun og myndskreytingar.

Tilnefningarnar má sjá í heild sinni hér að neðan.

Tilkynnt verður svo um verðlaunahafa og viðurkenningar með viðhöfn í Tjarnarbíói þann 9. mars og í kjölfarið verður opnuð vegleg sýning á verðlaunaverkunum í Sjávarklasanum, Grandagarði 4. Viðburðurinn markar upphaf hönnunarhátíðarinnar HönnunarMars sem mun setja svip sinn á borgarlífið í Reykjavík dagana 10-13. mars.

Almennar myndskreytingar

#einádag
Myndskreytir: Elsa Nielsen
Stofa: Nielsen hönnunarstofa

Absurd Signs
Myndskreytir: Sigurður Oddsson
Stofa: Jónsson & Le’macks

Forsíða Grapevine
Myndskreytir: Snorri Eldjárn Snorrason
Stofa: Brandenburg
Unnið fyrir: The Reykjavik Grapevine

Matur og drykkur
Myndskreytir: Albert Muñoz
Stofa: Jónsson & Le’macks
Unnið fyrir: Matur og drykkur

Auglýsingaherferð Já er tilnefnd meðal annarra.
Auglýsingaherferð Já er tilnefnd meðal annarra.

Auglýsingaherferðir

1818 - Tvöfalt auðveldara að muna
Hönnuðir: Hjörvar Harðarson, Einar Ingi Sigmundsson
Stofa: ENNEMM
Unnið fyrir: Já

Segðu bless við línulega dagskrá
Hönnuðir: Hjörvar Harðarson, Einar Ingi Sigmundsson, Magnús Hreggviðsson
Stofa: ENNEMM
Unnið fyrir: Síminn

Sorpanos
Hönnuðir: Hrafn Gunnarsson, Jón Páll Halldórsson
Stofa: Brandenburg
Unnið fyrir: Sorpa

Þrjár systur
Hönnuður: Einar Geir Ingvarsson
Stofa: E&Co
Unnið fyrir: Geysir

Bókahönnun

Alfreð Gígja
Hönnuður: Viktor Weisshappel Vilhjálmsson
Útskriftarverkefni úr LHÍ

Hæg breytileg átt
Hönnuðir: Snæfríð Þorsteins, Hildigunnur Gunnarsdóttir
Stofa: Snæfríð & Hildigunnur
Unnið fyrir: Hönnunarsjóður Auroru

Slippbarinn: Does Classics and Other Stuff
Hönnuður: Steinþór Rafn Matthíasson
Stofa: Reykjavik Design Company
Unnið fyrir: Flugleiðahótel

Toppstöðin
Hönnuður: Emil Ásgrímsson
Stofa: Sagafilm
Unnið fyrir: Þórdís J. Wathne & Kristinn J. Ólafsson

Bókakápur

Fáar tilnefningar bárust í þennan flokk og þótti dómnefnd ekki ástæða til að tilnefna nein verk.

Í keppnina senda verk bæði auglýsingastofur og einyrkjar.
Í keppnina senda verk bæði auglýsingastofur og einyrkjar.

Firmamerki

A-Z
Hönnuður: Björgvin Pétur Sigurjónsson
Stofa: Jökulá
Unnið fyrir: A-Z

Elja
Hönnuðir: Þorleifur Gunnar Gíslason, Stefán Snær Grétarsson
Stofa: Jónsson & Le’macks
Unnið fyrir: Elja starfsmannastofa

Florealis
Hönnuður: Unnie Arendrup
Stofa: Brandenburg
Unnið fyrir: Florealis 

Íslenskt lamb
Hönnuðir: Sigurður Oddsson, Albert Muñoz, Stefán Snær Grétarsson
Stofa: Jónsson & Le’macks
Unnið fyrir: Landssamtök sauðfjárbænda 

Karatefélag Reykjavíkur
Hönnuður: Einar Gylfason
Stofa: Leynivopnið
Unnið fyrir: Karatefélag Reykjavíkur

Gagnvirk miðlun og upplýsingahönnun

Almenn þekking hinna upplýstu
Hönnuðir: Snæfríð Þorsteins, Hildigunnur Gunnarsdóttir
Stofa: Snæfríð & Hildigunnur

Infinite String Quartet
Hönnuður: Sigurður Oddsson
Stofa: Jónsson & Le’macks
Unnið fyrir: Úlfur Eldjárn

Orka til framtíðar
Hönnuðir: Kristín Eva Ólafsdóttir, Magnús Elvar Jónsson, Jónmundur Gíslason, Michael Tran, Samúel Jónasson, Pétur Valgarð Guðbergsson, Marel Helgason, Ingþór Hjálmarsson
Stofa: Gagarín
Unnið fyrir: Landsvirkjun

Sigríður Ása Júlíusdóttir er tilnefnd fyrir plötuna Annes.
Sigríður Ása Júlíusdóttir er tilnefnd fyrir plötuna Annes.

Geisladiskar og plötur

Annes
Hönnuður: Sigríður Ása Júlíusdóttir
Stofa: Íslenska
Unnið fyrir: Annes 

Destrier
Hönnuður: Dóri Andrésson
Stofa: Íslenska
Unnið fyrir: Agent Fresco

Icelandic Rock Classics
Hönnuður: Davíð Arnar Baldursson
Stofa: Brandenburg
Unnið fyrir: Sena 

Stroff
Hönnuður: Árni Þór Árnason
Stofa: Brandenburg
Unnið fyrir: Stroff 

Hreyfigrafík

Gísli Pálmi - Tónleikagrafík
Hönnuður: Gabríel Benedikt Bachmann
Stofa: Jónsson & Le’macks
Unnið fyrir: Gísli Pálmi 

Sælureitur
Hönnuðir: Hrafn Gunnarsson, Þorvaldur Sævar Gunnarsson, Jón Ingi Einarsson
Stofa: Brandenburg
Unnið fyrir: Húsasmiðjan 

Toppstöðin
Hönnuður: Emil Ásgrímsson
Stofa: Sagafilm
Unnið fyrir: Sagafilm, RÚV

Um Matís
Hönnuðir: Alex Jónsson, Sigrún Gylfadóttir
Stofa: Kontor
Unnið fyrir: Matís

Aldrei hafa borist jafnmargar innsendingar til FÍT vegna verðlaunanna.
Aldrei hafa borist jafnmargar innsendingar til FÍT vegna verðlaunanna.

Opinn flokkur

#einádag dagatal
Hönnuður: Elsa Nielsen
Stofa: Nielsen hönnunarstofa 

HA tímarit
Hönnuður: Hrefna Sigurðardóttir
Unnið fyrir: Hönnunarmiðstöð Íslands 

Íslenskt lamb
Hönnuðir: Sigurður Oddsson, Albert Muñoz, Stefán Snær Grétarsson
Stofa: Jónsson & Le'macks
Unnið fyrir: Landssamtök sauðfjárbænda 

Mælistika
Hönnuðir: Hildigunnur Gunnarsdóttir, Snæfríð Þorsteins
Stofa: Snæfríð & Hildigunnur

Markpóstur og kynningarefni

High Five!
Hönnuðir: Hildur Sigurðardóttir, Ólöf Birna Garðarsdóttir, Birna Einarsdóttir
Stofa: Reykjavík Letterpress

Mosar
Hönnuður: Kría Benediktsdóttir
Stofa: Kría Benediktsdóttir, Gagarín
Unnið fyrir: Vatnajökulsþjóðgarður 

Myndskreytingar fyrir auglýsingar og herferðir

HönnunarMars 2015
Myndskreytar: Jónas Valtýsson, Erla María Árnadóttir
Unnið fyrir: Hönnunarmiðstöð Íslands 

Lífrænt samfélag
Myndskreytir: Sigrún Gylfadóttir
Stofa: Kontor
Unnið fyrir: Matís 

Sólgæti
Myndskreytar: Snorri Eldjárn Snorrason, Þorvaldur Sævar Gunnarsson
Stofa: Brandenburg
Unnið fyrir: Heilsa

Sælureitur
Myndskreytar: Hrafn Gunnarsson, Jón Ingi Einarsson, Þorvaldur Sævar Gunnarsson
Stofa: Brandenburg
Unnið fyrir: Húsasmiðjan 

Veldu þér útsýn á vefnum
Myndskreytir: Sigríður Ása Júlíusdóttir
Stofa: Íslenska
Unnið fyrir: Flugfélag Íslands 

Ungir sem aldnir í stuði á HönnunarMars í fyrra.
Ungir sem aldnir í stuði á HönnunarMars í fyrra. mbl.is/Golli

Mörkun

Kvika
Hönnuðir: Arnar Geir Ómarsson, Högni Valur Högnason, Eðvarð Atli Birgisson, Salbjörg Rita Jónsdóttir, Sigrún Hreinsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir
Stofa: H:N Markaðssamskipti
Unnið fyrir: Kvika 

Matur og drykkur
Hönnuður: Albert Muñoz
Stofa: Jónsson & Le'macks
Unnið fyrir: Matur og drykkur 

Vinnslan
Hönnuður: Geir Ólafsson, Þorleifur Gunnar Gíslason
Stofa: Jónsson & Le'macks
Unnið fyrir: Vinnslan

Vísir hf.
Hönnuður: Örn Smári Gíslason
Stofa: Örn Smári Design
Unnið fyrir: Vísir hf. 

We Live Here
Hönnuður: Sigurður Oddsson
Stofa: Jónsson & Le'macks
Unnið fyrir: Hönnunarmiðstöð Íslands 

Stakar auglýsingar fyrir prentmiðla

1818 - Tvöfalt auðveldara að muna
Hönnuðir: Hjörvar Harðarson, Einar Ingi Sigmundsson
Stofa: ENNEMM
Unnið fyrir: Já 

Úti er inn
Hönnuðir: Jón Ari Helgason, Snorri Eldjárn Snorrason
Stofa: Brandenburg
Unnið fyrir: Cintamani 

Þrjár systur
Hönnuður: Einar Geir Ingvarsson
Stofa: E&Co
Unnið fyrir: Geysir 

Stakar auglýsingar fyrir vef

Fáar tilnefningar bárust í þennan flokk og þótti dómnefnd ekki ástæða til að tilnefna nein verk. 

Umbúðir og pakkningar

Lindu súkkulaði
Hönnuður: Finnur Malmquist
Stofa: Pipar TBWA
Unnið fyrir: Góa 

Rifgatað dagatal
Hönnuður: Snæfríð Þorsteins, Hildigunnur Gunnarsdóttir
Stofa: Snæfríð & Hildigunnur 

Sumar Gull
Hönnuður: Garðar Pétursson
Stofa: Pipar TBWA
Unnið fyrir: Ölgerðin

Sólgæti
Hönnuðir: Ásgerður Karlsdóttir, Unnie Arendrup, Hrafn Gunnarsson, Snorri Eldjárn Snorrason, Þorvaldur Sævar Gunnarsson
Stofa: Brandenburg
Unnið fyrir: Heilsa 

Umhverfisgrafík

HönnunarMars 2015
Hönnuðir: Jónas Valtýsson, Erla María Árnadóttir, Ármann Agnarsson
Unnið fyrir: Hönnunarmiðstöð Íslands 

Íshús Hafnarfjarðar
Hönnuður: Sigurður Oddsson
Stofa: Jónsson & Le’macks
Unnið fyrir: Íshús Hafnarfjarðar 

Vefur Bláa lónsins er meðal annarra tilnefndur.
Vefur Bláa lónsins er meðal annarra tilnefndur. mbl.is/Árni Sæberg

Vefsíður

Gengi.is
Hönnuður: Steinar Ingi Farestveit
Stofa: Kolibri
Unnið fyrir: Gengi.is 

hverfisskipulag.is
Hönnuður: Atli Þór Árnason
Stofa: Brandenburg
Unnið fyrir: Umhverfis- og skipulags­svið Reykjavíkurborgar 

innrifegurd.bluelagoon.is
Hönnuður: Helgi Páll Einarsson
Stofa: Kolibri, Döðlur
Unnið fyrir: Bláa Lónið 

nordicvisitor.is
Hönnuður: Guðmundur Sigurðsson
Stofa: Kosmos & Kaos
Unnið fyrir: Nordic Visitor 

ortype.is
Hönnuðir: Guðmundur Úlfarsson, Mads Freund Brunse, Owen Hoskins
Stofa: GUNMAD
Unnið fyrir: Or Type 

vis.is
Hönnuður: Steinar Ingi Farestveit
Stofa: Kolibri
Unnið fyrir: VÍS

Veggspjöld

Einkenni HönnunarMars 2015
Hönnuðir: Jónas Valtýsson, Erla María Árnadóttir, Ármann Agnarsson
Unnið fyrir: Hönnunarmiðstöð Íslands

Hinsegin dagar 2015
Hönnuður: G. David Terrazas
Stofa: Hvíta Húsið
Unnið fyrir: Hinsegin dagar 

Quiet New World
Hönnuður: Einar Gylfason
Stofa: Leynivopnið
Unnið fyrir: Float 

Stuð um allt land
Hönnuður: Jón Ari Helgason, Árni Þór Árnason
Stofa: Brandenburg
Unnið fyrir: Orkusalan

Þrjár systur
Hönnuður: Einar Geir Ingvarsson
Stofa: E&Co
Unnið fyrir: Geysir 

Nemendaflokkur

Alfreð Gígja
Hönnuður: Viktor Weisshappel Vilhjálmsson
Útskriftarverkefni úr LHÍ 

Coló slæður
Hönnuður: Hrefna Lind Einarsdóttir
Útskriftarverkefni úr LHÍ 

Sýningarskrá fyrir Frenjur og fórnarlömb
Hönnuður: Iona Sjöfn Huntingdon-Williams
Unnið fyrir: Listasafn ASÍ

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert