BDSM-félagið gengur inn í Samtökin '78

Atkvæði féllu þannig að 37 voru hlynntir aðild en 31 …
Atkvæði féllu þannig að 37 voru hlynntir aðild en 31 var það ekki. mbl.is/Ómar

BDSM-félagið á Íslandi hefur fengið aðild að Samtökunum '78. Fjölmennum fundi lauk nú fyrir skemmstu þar sem samþykkt var með 37 atkvæðum gegn 31 að félagið fengi aðild að samtökunum.

Auður Magndís Auðardóttir framkvæmdastjóri samtakanna segir í samtali við mbl.is að umdeilt hafi verið innan þeirra hvort veita ætti félaginu aðild.

„Það hafa verið deildar meiningar um þetta og viss fjöldi meðlima samtakanna vill ekki að félagið sé aðili,“ segir Auður en bætir við að mörg félög eigi aðild að samtökunum og nú sé BDSM-félagið einungis eitt þeirra.

„Hversu djúpstæður ágreiningur þetta er veit ég ekki og það á eftir að skýrast á komandi misserum, þar sem við eigum líka eftir að fara yfir hvort og hvernig starf samtakanna muni breytast í kjölfar þessa.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert