„Ekki like-a þennan status“

Ahmad Aldzasem Ibrahim og Wajden S. Rmmo
Ahmad Aldzasem Ibrahim og Wajden S. Rmmo Stundin/Áslaug Karen Jóhannsdóttir

Mér líður illa. Mér er búið að líða illa í allan dag og mig langar að segja ykkur af hverju.“ Þannig hefjast skrif tónlistarmannsins Unnsteins Manuels Stefánssonar á Facebook þar sem hann fjallar um mál tveggja hælisleitenda sem hefur verið neitað um hæli hér á landi. Mennirnir heita Ahmad Aldzasem Ibrahim og Wajden S. Rmmo og verða sendir til Búlgaríu á þriðjudaginn þar sem þeir hafi áður að sögn Unnsteins verið niðurlægðir og beittir kynþáttaofbeldi bæði af hálfu samfélagsins og búlgarska ríkisins.

Segir Unnsteinn kerfið hér á landi stofna lífi mannanna í hættu og níðast á æru þeirra. „Hvort ætlum við að halda með þessum framtíðar íslensk/sýrlensku fjölskyldum eða Búlgaríu og kynþáttaofbeldi? Þetta er einfaldlega spurning um mannréttindi. Ferðafrelsi eru mannréttindi. Mústafa á jafnmikinn rétt á að flytja til Ísafjarðar eins og Siggi frændi sem ætlar að setjast að í Bangok án þess að læra thaílensku,“ segir hann.

Skrifunum lýkur Unnsteinn á að hvetja fólk til þess að „like“-a þau ekki en deila þeim frekar. „Ekki like-a þennan status. Deilið honum. Fjölmiðlar verða víst að flytja þetta mál fyrir dómstóli götunnar rétt einsog þau næstu í þessum málaflokki.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert