Fjölskylda Geirs Hallgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur afhent Þjóðskjalasafni Íslands til vörslu allt skjalasafn hans.
Er það opið fræðimönnum og áhugamönnum. Safnið er mikið að vöxtum og spannar allan starfsferil Geirs og stjórnmálaþátttöku frá því á árum seinni heimsstyrjaldar og fram til andláts hans 1990.
Skjalaskráin er aðgengileg á vef safnsins og er hún 32 síður að lengd. Meðal skjalanna er dagbók sem Geir byrjaði að rita 16 ára gamall þar sem hann heitir því að skrifa aðeins það sem hann viti sannast og réttast, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.