Telja ástand gatna í borginni viðunandi

Holurnar geta verið stórar og djúpar.
Holurnar geta verið stórar og djúpar.

Borgaryfirvöldum hefur tekist að halda götum Reykjavíkur í viðunandi horfi þrátt fyrir að þær komi nú margar illa undan slæmu tíðarfari í vetur.

Þetta er mat Ámunda Brynjólfssonar, skrifstofustjóra framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Blaðamaður reyndi í gær að fá viðbrögð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra við fréttum af holum og öðrum skemmdum á götum borgarinnar, tjóni á ökutækjum og hættu sem þetta skapar í umferðinni, en hann vildi ekki svara því hvað borgaryfirvöld væru að gera í málinu og hvernig hann brygðist við gagnrýni sem fram hefur komið og vísaði á embættismanninn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka