Félagarnir hleyptu BDSM inn

Ný stjórn Samtakanna '78 sem kjörin var á laugardag.
Ný stjórn Samtakanna '78 sem kjörin var á laugardag. mynd/Samtökin '78

Ákvörðun aðal­fund­ar Sam­tak­anna '78 um að veita BDSM á Íslandi aðild að fé­lag­inu hef­ur skapað mikl­ar umræður fé­lags­manna. Í yf­ir­lýs­ingu vegna henn­ar seg­ir ný­kjör­inn stjórn Sam­tak­anna '78 að ákvörðunin hafi verið fé­lags­manna sjálfra en ekk­ert hafi breyst við aðild BDSM á Íslandi.

Aðal­fund­ur Sam­tak­anna '78 fór fram á laug­ar­dag og var þar samþykkt að veita fé­lög­un­um Hinseg­in Norður­landi og BDSM á Íslandi aðild. Ný stjórn var jafn­framt kjör­in á fund­in­um og gaf hún út yf­ir­lýs­ingu vegna aðild­ar BDSM á Íslandi sem hafi reynst um­deild á meðal fé­lags­manna í dag.

Í henni kem­ur fram að hvorki nú­ver­andi né fyrr­ver­andi stjórn hafi tekið ákvörðun um aðild BDSM á Íslandi held­ur hafi hún verið tek­in af æðstu stofn­un sam­tak­anna þar sem fé­lags­fólk sjálft ráði ferðinni, aðal­fund­in­um. Hvor­ug stjórn­in hafi tekið af­stöðu til máls­ins eða gefið út ákveðna línu um það.

„Ekk­ert hef­ur breyst“

BDSM á Íslandi hef­ur ekki „sam­ein­ast“ Sam­tök­un­um ‘78. Sam­tök­in ‘78 séu regn­hlíf­ar­sam­tök ólíkra hinseg­in fé­laga, þótt fé­lagsaðild hafi verið og sé enn bund­in við ein­stak­lingsaðild. BDSM á Íslandi verði nú í hópi átta annarra fé­laga.

„Sam­tök­in ‘78 eru enn þau sömu. Það hef­ur ekk­ert breyst. Fræðslan er ekki breytt. Ráðgjöf­in. Ungliðastarfið. Þetta starf verður áfram unnið und­ir sömu for­merkj­um, af sama fólki, og er allt jafn­frá­bært og fag­legt og verið hef­ur. Það sem hef­ur breyst er að lítið sam­fé­lag fólks hef­ur leitað til fé­lags­ins og hef­ur fengið þar skjól, eins og marg­ir aðrir hóp­ar,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Ný stjórn muni boða fé­lags­fund eins fljótt og auðið er, enda kapps­mál stjórn­ar að viðhafa upp­lýsta og opna umræðu um þau álita­mál sem brenna á fólki. Fimmtu­dag­inn næst­kom­andi, 10. mars, verður op­inn fund­ur að Suður­götu 3 frá kl. 20-22 þar sem hægt verður að ræða mál­in við ný­kjörna stjórn.

„Við hvetj­um fé­lags­fólk til að taka þátt í sam­tal­inu um þenn­an þátt starfs­ins, sem og alla aðra þætti. Við hlökk­um til sam­starfs­ins,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu stjórn­ar Sam­tak­anna '78.

Yf­ir­lýs­ing stjórn­ar Sam­tak­anna '78 vegna aðild­ar BDSM á Íslandi

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert