Árni Sigfússon hefur sagt sig frá störfum ráðgjafanefndar Orkusjóðs. Þetta gerir Árni í kjölfar niðurstöðu umboðsmanns Alþingis sem sagði að Árni hefði verið vanhæfur til að veita styrki úr sjóðnum til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands vegna tengsla sinna við forstjóra miðstöðvarinnar, sem er bróðir Árna.
„[...] er það niðurstaða mín að þátttaka formanns ráðgjafarnefndar Orkusjóðs í tillögugerð við undirbúning ákvörðunar ráðherra um úthlutun úr Orkusjóði 2015 hafi farið í bága við hæfisreglur stjórnsýslulaga vegna tengsla hans við fyrirsvarsmann eins umsækjanda og að meðferð málsins hafi að þessu leyti ekki verið í samræmi við lög,“ segir í niðurstöður umboðsmanns.
„Miðað við niðurstöðu Umboðsmanns, sem ég virði, reynast þetta vera mín mistök,“ segir í Árni í færslu sem hann birti á Facebooksíðu sinni í gær.
Árni segist vona að þetta álit verði til þess að aðrir aðilar sem sitji í ráðgjafanefndum og séu tengdir stjórnendum ríkistengdra stofnana, hvaða nafni sem þær nefnist, víki af fundum þegar svo beri undir.
„Í einlægni sagt þykir mér þetta mál afar leitt því ég vinn ég vinnu mína af heilindum og kostgæfni. En þarna er það mat aðila sem ég virði, að mér hafi yfirsést.
Ég mun axla ábyrgð á því að hafa ekki vikið af umræddum fundi með því að segja mig frá störfum í nefndinni. Ég þakka nefndarmönnum ánægjulegt samstarf og ráðherra fyrir traustið að tilnefna mig,“ segir Árni ennfremur.
Á síðasta ári tók ég að mér að vera í ráðgjafanefnd Orkusjóðs sem er þriggja manna nefnd sem kemur að jafnaði mánað...
Posted by Árni Sigfússon on 7. mars 2016