Fannst ofan í svefnpoka sínum

Björgunarsveitarmenn að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Björgunarsveitarmenn að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitir hafa fundið mann sem var í villum á Fimmvörðuhálsi. Var hann staddur ofan í gili, ekki langt frá Fimmvörðuskála sem er efst á hálsinum. Maðurinn er sagður heill heilsu og var hann búinn að tjalda og koma sér ofan í svefnpoka þegar björgunarmenn fundu hann.

Fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu að yfir 100 manns frá björgunarsveitunum voru við leit þegar maðurinn fannst, en auk sveita af Suðurlandi voru björgunarmenn á vélsleðum og snjóbílum úr Árnessýslu og af höfuðborgarsvæðinu kallaðir út.

Fyrri frétt mbl.is:

Fleiri sveitir taka þátt í leitinni

Leita manns á Fimmvörðuhálsi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert