Milljarða fjárfesting Eskju

Þorsteinn Kristjánsson, forstjóri Eskju, á uppfyllingunni þar sem nýja uppsjávarfrysti- …
Þorsteinn Kristjánsson, forstjóri Eskju, á uppfyllingunni þar sem nýja uppsjávarfrysti- húsið á að rísa á aðeins rúmlega hálfu ári. Ljósmynd/Benedikt Jóhannsson

Á næstunni verður hafist handa við byggingu fullkomins uppsjávarfrystihúss Eskju á Eskifirði.

Samið hefur verið við fyrirtækin Skagann á Akranesi, Frost og Rafeyri á Akureyri um smíði og uppsetningu á búnaði í nýja verksmiðju fyrir vinnslu á uppsjávarfiski til manneldis, en margir fleiri koma að verkefninu.

Áætla má að þessi fyrsti áfangi verkefnisins kosti yfir fimm milljarða. Síðar er fyrirhugað að reisa 7.000 fermetra frystigeymslu við hliðina á frystihúsinu. Fyrirhugað er að skipta út vinnsluskipinu Aðalsteini Jónssyni SU-11, þegar frystihúsið verður komið í gagnið., að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert