Efla skilning á mikilvægum heimildum

Flateyjarbók var skilað aftur til Íslands í apríl 1971.
Flateyjarbók var skilað aftur til Íslands í apríl 1971. mbl.is/Ól.K.M.

Fjögur íslensk gögn voru í gær samþykkt formlega inn á landsskrá Íslands um Minni heimsins.

Þetta voru Íslensk túnakort 1916-1929, Kvikfjártalið frá árinu 1703 sem er varðveitt í Þjóðskjalasafni, Passíusálmar Hallgríms Péturssonar í eiginhandarriti hans í Landsbókasafni og Konungsbók Eddukvæða sem geymd er á Árnastofnun, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Minni heimsins er varðveisluskrá UNESCO yfir svokallaðan skráðan menningararf, svo sem ritheimildir. Á þessu sviði eiga Íslendingar fjölbreyttar heimildir eins og sjá má af því að Íslendingar eiga nú þegar tvær skráningar á heimslistanum, handritasafn Árna Magnússonar varðveitt í Kaupmannahöfn og Reykjavík sem var skráð 2009 og Manntalið frá 1703 sem var skráð 2013.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert