Borgin segir upp húsvörðum

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Húsvörðum í Ráðhúsi Reykjavíkur var tilkynnt á fundi sl. föstudag um uppsagnir á næturvörðum og breytingar á högum húsvarða sem hafa verið á dagvöktum.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins á einnig að samnýta húsvörslu í Ráðhúsinu og skrifstofum borgarinnar í Borgartúni.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, uppsagnir lið í sparnaðaraðgerðum meirihlutans. „Mér finnst það sérkennilegt að byrja sparnaðinn á almennum starfsmönnum borgarinnar á meðan enn eru á áætlun dýrar framkvæmdir á borð við þrengingu á Grensásvegi,“ segir Kjartan og bendir jafnframt á að verið sé að fækka starfsmönnum Skólasafnamiðstöðvar um þrjá, úr fjórum í einn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert