Samfylkingin kýs nýja forystu

Árni Páll Árnason formaður.
Árni Páll Árnason formaður. mbl.is/Eggert

Fram­kvæmda­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar samþykkti ein­róma á fundi sín­um í gær­kvöldi álykt­un þar sem lagt er til að kosið verði um alla for­ystu flokks­ins á lands­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar helg­ina 3. og 4. júní næst­kom­andi.

Þýðir það í reynd að aðal- og vara­menn stjórn­ar og fram­kvæmda­stjórn­ar munu leggja inn umboð sitt fyr­ir upp­haf fund­ar­ins, en sam­kvæmt lög­um flokks­ins ætti slíkt kjör fyrst að fara fram á reglu­leg­um lands­fundi árið 2017. Kem­ur þetta fram í til­kynn­ingu frá flokkn­um.

Á lands­fundi verður kosið um embætti for­manns og vara­for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og tel­ur fram­kvæmda­stjórn æski­legt að flokks­mönn­um gef­ist færi á að kjósa um alla for­ystu flokks­ins.

„Stjórn og fram­kvæmda­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, aðal- og vara­menn, samþykkja ein­róma að leggja til að kjörið verði til stjórn­ar og fram­kvæmda­stjórn­ar á lands­fundi 3. og 4. júní nk.

Nú ligg­ur fyr­ir að formaður flokks­ins verði kjör­inn í alls­herj­ar­at­kvæðagreiðslu í aðdrag­anda lands­fund­ar og að nýr vara­formaður verði kjör­inn á lands­fund­in­um. Við þær aðstæður er æski­legt að tæki­færi gef­ist til að kjósa alla for­ystu flokks­ins á sama tíma,“ seg­ir í álykt­un fram­kvæmda­stjórn­ar.


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert