Samfylkingin kýs nýja forystu

Árni Páll Árnason formaður.
Árni Páll Árnason formaður. mbl.is/Eggert

Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar samþykkti einróma á fundi sínum í gærkvöldi ályktun þar sem lagt er til að kosið verði um alla forystu flokksins á landsfundi Samfylkingarinnar helgina 3. og 4. júní næstkomandi.

Þýðir það í reynd að aðal- og varamenn stjórnar og framkvæmdastjórnar munu leggja inn umboð sitt fyrir upphaf fundarins, en samkvæmt lögum flokksins ætti slíkt kjör fyrst að fara fram á reglulegum landsfundi árið 2017. Kemur þetta fram í tilkynningu frá flokknum.

Á landsfundi verður kosið um embætti formanns og varaformanns Samfylkingarinnar og telur framkvæmdastjórn æskilegt að flokksmönnum gefist færi á að kjósa um alla forystu flokksins.

„Stjórn og framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar, aðal- og varamenn, samþykkja einróma að leggja til að kjörið verði til stjórnar og framkvæmdastjórnar á landsfundi 3. og 4. júní nk.

Nú liggur fyrir að formaður flokksins verði kjörinn í allsherjaratkvæðagreiðslu í aðdraganda landsfundar og að nýr varaformaður verði kjörinn á landsfundinum. Við þær aðstæður er æskilegt að tækifæri gefist til að kjósa alla forystu flokksins á sama tíma,“ segir í ályktun framkvæmdastjórnar.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert