Verslunin segir skilið við Laugaveginn eftir rúma öld

Þekkt verslun hverfur af Laugavegi.
Þekkt verslun hverfur af Laugavegi.

„Miðbærinn er í rauninni bara að breytast í túristaverslanir og veitingastaði,“ segir Ragnar Símonarson gullsmiður en skartgripaverslunin Jón Sigmundsson hverfur af Laugaveginum í Reykjavík í maí eftir að hafa verið starfandi þar í rúma öld.

Fyrst á Laugavegi 8 en síðar 5. Fyrirtækið er eitt elsta fyrirtæki landsins sem enn er starfandi en það var sett á laggirnar árið 1904.

Tilboð barst í húsnæði skartgripaverslunarinnar með skömmum fyrirvara að sögn Ragnars og fyrir vikið liggur ekki fyrir hvert verslunin flytur. En líklega verður annaðhvort um að ræða Kringluna eða Smáralind. „Við fengum það gott tilboð í húsnæðið okkar að við gátum ekki hafnað því,“ segir Ragnar í umfjöllun um þessi tímamót, en ferðamannaverslun verður opnuð í húsnæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert