Á bráðamóttöku eftir fall

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Maður sem datt fyr­ir utan hót­el í miðborg­inni á þriðja tím­an­um í nótt var flutt­ur á bráðamót­töku Land­spít­al­ans með áverka á höfði. Sam­kvæmt dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu er ekki til­tekið hversu al­var­leg­ir áverk­arn­ir séu held­ur aðeins að hann hafi þurft á aðhlynn­ingu að halda. 

Á öðrum tím­an­um í nótt stöðvaði lög­regl­an för öku­manns sem ók und­ir áhrif­um áfeng­is og fíkni­efna. Eft­ir að blóðsýni hafi verið tekið úr mann­in­um var hann vistaður í fanga­geymslu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka