Á bráðamóttöku eftir fall

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Maður sem datt fyrir utan hótel í miðborginni á þriðja tímanum í nótt var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans með áverka á höfði. Samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er ekki tiltekið hversu alvarlegir áverkarnir séu heldur aðeins að hann hafi þurft á aðhlynningu að halda. 

Á öðrum tímanum í nótt stöðvaði lögreglan för ökumanns sem ók undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Eftir að blóðsýni hafi verið tekið úr manninum var hann vistaður í fangageymslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka