Fylgi Samfylkingar hrynur

Fylgi Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur hrunið, samkvæmt skoðanakönnunum.
Fylgi Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur hrunið, samkvæmt skoðanakönnunum. mbl.is/Styrmir Kári

Píratar mælast með mest fylgi allra flokka í Reykjavík samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Fylgi Pírata mælist nú 30,9% en var 5,9% í kosningunum 2014.

Sjálfstæðisflokkurinn bætir lítillega við sig og mælist nú með 27,3 % en fékk 25,7% þegar kosið var 2014. VG bætir einnig lítillega við sig og mælist nú með 10,7% en fékk 8,3% 2014.

Samfylkingin missir mest fylgi allra flokka en flokkurinn fékk 31,9% í kosningunum 2014 en mælist nú með 19,8%. Björt framtíð missir einnig mikið fylgi en flokkurinn mælist nú með 3,6% fylgi en fékk 15,6% í síðustu kosningum. Þá tapa Framsókn og flugvallarvinir fylgi, eru nú með 5,1% en fengu 10,7% fylgi árið 2014.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert