Fylgi Samfylkingar hrynur

Fylgi Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur hrunið, samkvæmt skoðanakönnunum.
Fylgi Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur hrunið, samkvæmt skoðanakönnunum. mbl.is/Styrmir Kári

Pírat­ar mæl­ast með mest fylgi allra flokka í Reykja­vík sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un Gallup. Fylgi Pírata mæl­ist nú 30,9% en var 5,9% í kosn­ing­un­um 2014.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn bæt­ir lít­il­lega við sig og mæl­ist nú með 27,3 % en fékk 25,7% þegar kosið var 2014. VG bæt­ir einnig lít­il­lega við sig og mæl­ist nú með 10,7% en fékk 8,3% 2014.

Sam­fylk­ing­in miss­ir mest fylgi allra flokka en flokk­ur­inn fékk 31,9% í kosn­ing­un­um 2014 en mæl­ist nú með 19,8%. Björt framtíð miss­ir einnig mikið fylgi en flokk­ur­inn mæl­ist nú með 3,6% fylgi en fékk 15,6% í síðustu kosn­ing­um. Þá tapa Fram­sókn og flug­vall­ar­vin­ir fylgi, eru nú með 5,1% en fengu 10,7% fylgi árið 2014.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert