Gummi Ben lýsir frá EM

Guðmundur Benediktsson.
Guðmundur Benediktsson. mbl.is/Eva Björk

„Þetta leggst frá­bær­lega í mig. Eins og hvert annað manns­barn á Íslandi er ég þræl­spennt­ur fyr­ir þessu móti,“ seg­ir Guðmund­ur Bene­dikts­son, sem mun lýsa öll­um leikj­um Íslands á Evr­ópu­meist­ara­móti karla í knatt­spyrnu í sum­ar og öðrum helstu leikj­um á mót­inu. Það er Sím­inn sem mun gera mót­inu skil og verða leik­irn­ir sýnd­ir á tveim­ur rás­um, Skjá­Ein­um og Sím­inn sport.

„Það er dá­sam­legt að fá að taka þátt í þessu móti, þó það sé ekki með sama hætti og mig dreymdi um í æsku. En nær kemst ég lík­lega ekki þeim draumi. Og það mat byggi ég á ástandi lík­am­ans,“ held­ur hann áfram og skell­ir upp úr. „En að öllu gríni slepptu þá er það mik­ill heiður fyr­ir mig að vera feng­inn til að lýsa frá þess­um risa­stóra viðburði.“

Guðmund­ur viður­kenn­ir að beiðni Skjá­sEins hafi komið hon­um á óvart enda er hann í fullu starfi sem íþróttaf­réttamaður hjá öðrum fjöl­miðli, 365. „Miðlarn­ir náðu sam­komu­lagi sín á milli og fyr­ir það er ég þeim báðum afar þakk­lát­ur. Skjá­Ein­um fyr­ir að leita til mín og 365 fyr­ir að lána mig í verk­efnið. Ég er bara lánaður eins og hver ann­ar leikmaður og sný aft­ur til minna starfa hjá 365 að EM loknu,“ seg­ir Guðmund­ur.

Þor­steinn J. verður rit­stjóri um­fjöll­un­ar Sím­ans og Skjá­sEins um EM. Hann legg­ur mikla áherslu á að hafa hana fjöl­breytta en hon­um til halds og trausts verða Pét­ur Marteins­son, fyrr­ver­andi landsliðsmaður, og dag­skrár­gerðar­kon­urn­ar Hug­rún Hall­dórs­dótt­ir og Sig­ríður Þóra Ásgeirs­dótt­ir.

„Hóp­ur­inn lagði upp með að þessi dag­skrár­gerð yrði ekki bara fót­bolti. Held­ur mynd­um við líka freista þess að fanga stemn­ing­una í kring­um þenn­an viðburð sem er óum­deil­an­lega einn stærsti íþróttaviðburður Íslands­sög­unn­ar. Íslenska karla­landsliðið er komið inn á stóra sviðið og ef við fær­um þetta heim á tón­list­ina má líkja þessu við það að túra með U2,“ seg­ir Þor­steinn.

„Sam­hengið er miklu stærra en leik­irn­ir sjálf­ir og þess vegna er spenn­andi að vera með fjöl­breytt­an hóp hæfi­leika­fólks sem sér hlut­ina í ólíku ljósi. Síðan fáum við auðvitað til okk­ar gesti úr öll­um átt­um sem koma til með að bæta heil­miklu við þessa um­fjöll­un,“ bæt­ir hann við.

Bækistöð um­fjöll­un­ar­inn­ar verður Peter­sen-svít­an og úti­svæðið á efstu hæð Gamla bíós í Reykja­vík, sem Þor­steinn kall­ar raun­ar EM-svít­una og seg­ir Gamla bíó flott­asta sjón­varps­svið í gömlu góðu Reykja­vík. Ann­ars verður út­send­ing­ar­svæðið öll miðborg Reykja­vík­ur og allsstaðar þar sem EM-stemn­ingu er að finna á land­inu.

Nán­ar er fjallað um málið í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Þorsteinn J.
Þor­steinn J. mbl.is/​Golli
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert