Neyðast til að vera giftir áfram

Mennirnir fá ekki skilnað á Íslandi þó að þeir hafi …
Mennirnir fá ekki skilnað á Íslandi þó að þeir hafi gift sig hér. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Tveir er­lendi sam­kyn­hneigðir menn sem giftu sig hér á landi árið 2011 fá ekki lögskilnað á Íslandi og neyðast til að vera áfram gift­ir þar sem lög í heima­lönd­um þeirra heim­ila ekki hjóna­bönd sam­kyn­hneigðara. Hæstirétt­ur staðfesti ákvörðun héraðsdóms um að vísa máli þeirra frá.

Sýslumaður­inn í Reykja­vík gaf menn­ina sam­an í des­em­ber árið 2011. Ann­ar þeirra er Rússi en hinn Letti en hvor­ugt landið viður­kenni hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra. Þeir höfðu eng­in tengsl við Ísland og komu hingað sér­stak­lega til að gifta sig. Síðar leitaði ann­ar þeirra eft­ir skilnaði til sýslu­manns en beiðninni var hafnað þar sem stefn­andi upp­fyllti ekki skil­yrði hjú­skap­ar­laga um lög­heim­ili eða heim­il­is­festi á Íslandi.

Mál­inu var skotið til Héraðsdóms Reykja­vík­ur sem vísaði því frá vegna þess að hvor­ug­ur mann­anna er bú­sett­ur hér á landi.  Sá úr­sk­urður var kærður til Hæsta­rétt­ar. Hann komst að þeirri niður­stöðu að málið félli ekki und­ir nein til­vik í lög­um um lög­sögu ís­lenskra dóm­stóla í hjú­skap­ar­mál­um. Þá gilti undaþágu­heim­ild í sömu lög­um ekki í til­felli þeirra þar sem lög­in ættu aðeins við staðfesta sam­vist.

Menn­irn­ir þurfa því að vera áfram gift­ir jafn­vel þó að þeir hafi ekki búið sam­an und­an­far­in þrjú ár.

Eng­inn sem tek­ur á mál­inu

Lára V. Júlí­us­dótt­ir, lögmaður ann­ars mann­anna, seg­ir að svo virðist sem að gleymst hafi að setja inn ákvæði um skilnaði sam­kyn­hneigðra inn í hjú­skap­ar­lög.

„Ég fæ eng­ar skýr­ing­ar neins staðar. Maður er bú­inn að reyna að vekja á þessu at­hygli, skrifa og reyna að fá ráðuneytið til að lappa upp á lög­in. Það er nátt­úru­lega þings­ins að laga þetta en frum­kvæðið hlýt­ur að koma frá ráðherr­an­um. Það er eng­inn sem er ein­hvern veg­inn að taka á þessu,“ seg­ir Lára sem skrifaði meðal ann­ars grein í Frétta­blaðið um málið í dag.

Í raun sé ekk­ert meira sem menn­irn­ir geti aðhafst enda sé kom­inn hæsta­rétt­ar­dóm­ur í máli þeirra. Lára seg­ir að niðurstaðan skipti kannski ekki neinu máli laga­lega séð á meðan þeir séu bú­sett­ir í heima­lönd­um sín­um. Staðan hef­ur hins veg­ar til­finn­inga­leg áhrif.

„Þeim líður ekk­ert vel með þetta. Ef þeir ætla að flytja eitt­hvað annað þá geta þeir ekki gift sig [aft­ur]. Það er klárt,“ seg­ir Lára.

Verði lög­un­um ekki breytt hér á landi þurfa þeir annað hvort að bíða þess að hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra verði viður­kennd í Rússlandi eða Lett­landi eða þá að flytja til ann­ars lands sem ger­ir það og bíða þar til þeir hefðu unnið sér bú­setu­rétt þar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert