Píratar gegn þinglegri meðferð tillagna stjórnarskrárnefndar

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Styrmir Kári

Pírat­ar hafa hafnað til­lög­um stjórn­ar­skrár­nefnd­ar í ra­f­ræn­um kosn­ing­um og munu því ekki styðja þing­lega meðferð þeirra. Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, staðfest­ir þetta í sam­tali við mbl.is.

„Þess­ar til­lög­ur hafa lengi verið til umræðu hjá okk­ur Pír­öt­um og sett­um við fram þá til­lögu, í kosn­inga­kerfi okk­ar, að málið fengi þing­lega meðferð, en því var hafnað,“ seg­ir Helgi Hrafn, en flokk­ur­inn hef­ur yfir að ráða ra­f­rænu kosn­inga­kerfi til stefnu­mót­un­ar.

Spurður hvað nú ger­ist í fram­hald­inu svar­ar hann: „Við þurf­um að hitt­ast og ræða bet­ur hvað þetta þýðir ná­kvæm­lega. En afstaða flokks­ins er sú að meiri­hluti þeirra sem tóku þátt í at­kvæðagreiðslunni vill ekki að málið fái þing­lega meðferð.“

Ásta Guðrún Helga­dótt­ir, þingmaður Pírata, tek­ur í svipaðan streng og seg­ir þing­flokk­inn nú þurfa að hitt­ast til að ráða ráðum sín­um. „Nú þurf­um við bara að koma sam­an og ræða mál­in.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert