Spólandi á Austurvelli

Frá Austurvelli.
Frá Austurvelli. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lögreglan handtók skömmu fyrir miðnætti í gær ökumann sem var að spóla á grasinu við Austurvöll í miðborg Reykjavíkur.

Ökumaðurinn var fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Þar voru tekin blóðsýni úr honum og var hann svo vistaður í fangageymslu þar til hann síðar verður yfirheyrður. 

Í nægu var að snúast hjá lögreglunni í gærkvöldi. Skömmu eftir klukkan 2 í nótt hafði leigubílstjóri samband við lögreglu vegna farþega sem neitaði að borga. Lögreglan tók niður upplýsingar um farþegann og var honum svo leyft að fara. Mun leigubílstjórinn leggja fram kæru vegna fjársvika eftir helgina. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert