Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti á fundi sínum í gær að lækka upphæðina sem formannsframbjóðendur mega eyða í framboð sín úr fjórum milljónum í eina milljón.
Helgi Hjörvar, sem sjálfur er í framboði, lagði fram tillögu þess efnis í gær og var hún samþykkt með afgerandi mun, eftir því sem fram kemur í pistli Helga sem hann birti á Facebook-síðu sinni nú í kvöld. Helgi vék sjálfur af fundi á meðan tillagan var rædd.
Auk Helga hefur Magnús Orri Schram lýst yfir framboði til formannsembættis flokksins.
Peningar og pólitík. Í nær 20 ár hef ég aldrei skipt mér af prófkjörs- eða kosningareglum þegar ég sjálfur er að sækjast...
Posted by Helgi Hjörvar on Sunday, March 13, 2016