17,6 stiga hiti á Siglufirði

Frá Siglufirði.
Frá Siglufirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Trausti Jónsson veðurfræðingur segir að hitastigið á Siglufirði hafi farið í 17,6 stig á Siglufirði í gærkvöldi. Þá hafi hitinn jafnframt farið í 10 stig eða meira á 48 stöðvum í byggð af 107.  

„Siglufjarðarhitinn er landsdægurmet og reyndar hæsti hiti sem nokkru sinni hefur mælst á landinu fyrstu 26 daga marsmánaðar. Þetta er annað landsdægurmetið í mánuðinum - sem þó hefur ekki verið neitt sérlega hlýr, er nú 0,9 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára í Reykjavík, en -0,4 undir því á Akureyri,“ skrifar Trausti á bloggsíðu sína. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert