Draga úr losun um 3%

Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar (t.v.), og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, …
Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar (t.v.), og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar (t.h.), við undirritun yfirlýsingarinnar í síðustu viku.

Sveitarfélagið Hornafjörður stefnir að því að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um að minnsta kosti 3% á ári í samræmi við samning sem það hefur undirritað við Landvernd. Hornafjörður er fyrsta sveitarfélagið til að taka þátt í verkefni Landverndar sem ber titilinn „Tækifærin liggja í loftinu“.

Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, skrifuðu undir yfirlýsingu um samdrátt sveitarfélagsins í losun frá samgöngum, úrgangi og orkunotkun. Stefnt er að frekari samdrætti eftir endurskoðun aðgerðaáætlunar árið 2018.

Á síðustu tveimur og hálfu ári hafa sveitarfélagið og Landvernd unnið í sameiningu að því að mæla útlosun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sveitarfélagsins sem einingar og setja sveitarfélaginu markmið og vinna aðgerðaáætlun um samdrátt í útlosun, að því er segir í tilkynningu frá Landvernd.

Verkefnið á sér danska fyrirmynd og stefnir Landvernd að þátttöku fleiri sveitarfélaga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert