Frestun „fullkomið ábyrgðarleysi“

Sigríður Ingibjörg er formaður velferðarnefndar Alþingis.
Sigríður Ingibjörg er formaður velferðarnefndar Alþingis. mbl.is/Ómar

Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, formaður vel­ferðar­nefnd­ar Alþing­is, seg­ir að það væri full­komið ábyrgðarleysi að fresta upp­bygg­ingu hús­næðis fyr­ir Land­spít­ala við Hring­braut og byrja að huga að nýju hús­næði á Víf­ils­stöðum í Garðabæ eins og bæj­ar­stjóri Garðabæj­ar og for­sæt­is­ráðherra hafa rætt um.

 „Ég dreg ekki dul á það að ég er ein af þeim sem styð mjög hraða upp­bygg­ingu nýrra bygg­inga fyr­ir sjúkra­húsið. Það hafa lengi verið uppi deild­ar mein­ing­ar um hvar það ætti að vera staðsett. Það hafa ráðherr­ar úr öll­um flokk­um yf­ir­farið staðsetn­ing­una og kom­ist að þeirri niður­stöðu að þetta sé staður­inn til að byggja á,“ seg­ir Sig­ríður Ingi­björg.

Af hverju sam­mála um Garðabæ?

„Það er ágætt að huga að því hvar á næst að byggja sjúkra­hús en núna erum við í þeirri stöðu að það er full­komið ábyrgðal­eysi að slá á frek­ari frest upp­bygg­ingu hús­næðis fyr­ir Land­spít­ala. Af hverju ættu all­ir að vera sam­mála staðsetn­ingu í Garðabæ? Kem­ur þá ekki upp krafa um enn betri spít­ala á enn betri stað?,“ bæt­ir hún við.

Landspítalinn við Hringbraut.
Land­spít­al­inn við Hring­braut. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Runn­in út á tíma 

Hönn­un­ar­vinna vegna upp­bygg­ing­ar Land­spít­al­ans við Hring­braut er framund­an en þar eru fram­kvæmd­ir engu að síður hafn­ar á sjúkra­hót­eli. „Hönn­un­ar­vinn­an miðar að því að nota hluta af bygg­ing­um sjúkra­húss­ins sem nú eru til staðar. Það bráðligg­ur á því, bæði fyr­ir ör­yggi sjúk­linga og nú­tíma lækn­is­fræði, að fá nýj­ar bygg­ing­ar. Við erum runn­in út á tíma og núna þurf­um við að hraða þessu eins og kost­ur er.“

Frétt mbl.is: Breyta þarf ákvörðun­inni

Frétt mbl.is: Vill nýj­an spít­ala á Víf­ils­stöðum 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka