Kjósa má átta vikum fyrir kjördag

Frá Bessastöðum.
Frá Bessastöðum.

Forsetakosningar á Íslandi fara fram laugardaginn 25. júní næstkomandi, samkvæmt auglýsingu forsætisráðuneytisins frá því á föstudag.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar getur hafist átta vikum fyrir kjördag, sem væri þá 30. apríl nk., að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar segir m.a. á heimasíðu innanríkisráðuneytisins: „Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst á sama tíma um allt land að undangenginni auglýsingu innanríkisráðuneytisins eftir að kjörseðlar hafa verið fullgerðir. Atkvæðagreiðsluna má þó ekki hefja fyrr en í fyrsta lagi átta vikum fyrir kjördag. Kjósanda sem ekki getur kosið á kjördag, er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert