Fjögur hundruð bangsar við ströndina

Ljósmyndin af Aylan Kurdi sem birt var í fjölmiðlum í …
Ljósmyndin af Aylan Kurdi sem birt var í fjölmiðlum í haust vakti gríðarlega mikla athygli mbl.is/Eggert

Fjögur hundruð bangsar meðfram strandlengjunni við Sæbrautina, einn fyrir hvert barn sem hefur fylgt sýrlenska drengnum Aylan Kurdi í vota gröf. 

Í dag eru fimm ár frá því að stríðið hófst í Sýrlandi. Vegna þessara tímamóta stóð UNICEF á Íslandi fyrir táknrænum viðburði í minningu barnanna sem hafa drukknað á leið sinni yfir hafið, á leið frá hörmungunum. 

Ljósmyndin af Aylan Kurdi sem birt var í fjölmiðlum í haust vakti gríðarlega mikla athygli en hann var þriggja ára gamall sýrlenskur drengur á flótta sem fannst látinn á baðströnd í Tyrklandi.

Í dag eru fimm ár frá því að stríðið hófst …
Í dag eru fimm ár frá því að stríðið hófst í Sýrlandi. mbl.is/Eggert
Fjögur hundruð bangsar voru lagðir meðfram strandlengjunni við Sæbrautina.
Fjögur hundruð bangsar voru lagðir meðfram strandlengjunni við Sæbrautina. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert