Aðalstjórn ÍR hefur sent Reykjavíkurborg harðorða yfirlýsingu vegna hugmynda um að bifreiðaumboðið Hekla fái 24 þúsund fermetra lóð undir starfsemi sína í Suður-Mjódd.
„Okkur finnst þetta ekki æskileg starfsemi ofan í okkur. Þetta tekur mikið landsvæði, svæði sem ÍR og aðrir Breiðhyltingar höfðu hugsað fyrir fólkið og náttúruna frekar en atvinnustarfsemi,“ segir Bjarki Þór Sveinsson, formaður ÍR, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Samkvæmt deiliskipulagi frá árinu 2015 er ekki gert ráð fyrir að á þessu svæði verði heimiluð uppbygging og telur ÍR að þar með hafi verið tekin stefnumótandi ákvörðun um framtíðarnýtingu svæðisins.