Ekki er um allt deilt á Alþingi. Samstaða er í allsherjar- og menntamálanefnd, að sögn Guðmundar Steingrímssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar, um breytingar á almennum hegningarlögum.
Lagt er til að sett verði sérstök ákvæði um ofbeldi í nánum samböndum og ákvæði um svokallað umsáturseinelti en það varðar meðal annars eltihrella og brot gegn nálgunarbanni.
Þá er einnig bent á að ýmis önnur ákvæði hegningarlaga geta tekið til slíkra brota en litið er til ákvæða Istanbúl-samningsins til fyrirmyndar.