Meirihlutinn styður áfengisfrumvarp

Meirihluti allsherjarnefndar samþykkti frumvarpið úr nefnd.
Meirihluti allsherjarnefndar samþykkti frumvarpið úr nefnd. mbl.is/Heiddi

Áfeng­is­frum­varpið hef­ur nú verið af­greitt úr alls­herj­ar­nefnd Alþing­is, en meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar samþykkti málið með tveim­ur breyt­ing­ar­til­lög­um. Þetta staðfest­ir Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, formaður nefnd­ar­inn­ar og þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is.

Meiri­hlut­inn sam­an­stend­ur af þeim Unni Brá og Vil­hjálmi Árna­syni frá Sjálf­stæðis­flokkn­um, Karli Garðars­syni úr Fram­sókn­ar­flokki, Guðmundi Stein­gríms­syni úr Bjartri framtíð og Helga Hrafni Gunn­ars­syni frá Pír­öt­um.

„Stóru lín­urn­ar eru að þetta var samþykkt af meiri­hlut­an­um,“ seg­ir Unn­ur og bæt­ir við að nú sé það í hönd­um yf­ir­stjórn­ar þings­ins að ákveða næstu skref máls­ins.

Fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins er Vil­hjálm­ur, en í  sam­tali við mbl.is seg­ir hann að í niður­stöðu nefnd­ar­inn­ar sé horft til þess að af­nema einka­rétt­inn á áfeng­is­sölu. Fyrri breyt­ing­ar­til­lag­an sem ligg­ur fyr­ir fjall­ar um regl­ur í tengsl­um við það hvar selja megi og stilla fram áfengi í búðum. Seg­ir hann að mikl­ar áhyggj­ur hafi verið um að áfengi yrði á sama stað og mjólk­in og því leggi meiri­hlut­inn til að sveit­ar­fé­lög­um, sem nú eru leyf­is­veit­end­ur og munu vera það áfram, fái ákveðið svig­rúm til að setja regl­ur sem passi hverju sam­fé­lagi á land­inu.

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Vil­hjálm­ur Árna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, er fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hin breyt­ing­ar­til­lag­an er að í stað þess að allt áfeng­is­gjaldið fari í Lýðheilsu­sjóð muni helm­ing­ur fara þangað en helm­ing­ur til lög­regl­unn­ar til að sinna fé­lags­leg­um for­vörn­um í staðin fyr­ir bein­an áróður. Seg­ir hann að þarna sé komið til móts við þær radd­ir sem töldu að eft­ir­litið yrði ekki sterkt með sölu í al­menn­um búðum. Bend­ir Vil­hjálm­ur á að gert sé ráð fyr­ir því að leyf­is­veit­ing­ar­kerfið verði mjög sterkt og að þeir sem brjóti regl­urn­ar greiði sekt­ir, missi sölu­leyfið eða fari jafn­vel í fang­elsi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert