Andlát: Sigrún Finnbogadóttir

Sigrún Finnbogadóttir.
Sigrún Finnbogadóttir.

Sigrún Finnbogadóttir, eiginkona Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, lést á Landspítalanum, í gær, 72 ára að aldri. Hún fæddist 22. apríl 1943.

Sigrún var dóttir Huldu Dóru Jakobsdóttur, sem fyrst kvenna varð bæjarstjóri á Íslandi, og Finnboga Rúts Valdemarssonar, ritstjóra Alþýðublaðsins um skeið og síðar alþingismanns fyrir Sósíalistaflokkinn og Alþýðubandalagið, svo og bankastjóra Útvegsbanka Íslands.

Hún lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands og starfaði um tíma sem flugfreyja og síðar hjá Brunabótafélagi Íslands í Kópavogi og hjá Eimskipafélaginu.

Haustið 2011 kom út bókin Ómunatíð – saga um geðveiki, þar sem áratuga baráttu Sigrúnar við alvarlegan geðsjúkdóm var lýst og fjallað um áhrif hans á fjölskyldu hennar og umhverfi.

Dætur Sigrúnar og Styrmis eru Hulda Dóra, forstöðumaður í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, og Hanna Guðrún, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík. Barnabörn þeirra eru Styrmir Hjalti Haraldsson, Ágúst Páll Haraldsson, Jóhannes Árni Haraldsson og Thurayn Harri Hönnuson Thant Myint-U.

Árvakur þakkar Sigrúnu samfylgdina í ritstjóratíð Styrmis Gunnarssonar á Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert