Jafnt fylgi VG og Samfylkingar

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna. mbl.is/Styrmir Kári

Fylgi Vinstri-grænna og Samfylkingarinnar mælist nú jafnmikið, eða 7,8%, samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðningi við ríkisstjórnina á tímabilinu 23. febrúar til 1. mars.

Í síðustu könnun var fylgi Vinstri-grænna 10,2% á meðan fylgi Samfylkingarinnar var 9,5%.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fylgi Pírata mælist nú 37% og dregst það saman um 1,6 prósentustig frá síðustu könnun sem lauk 10. febrúar síðastliðinn.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert

Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna mælist nú 36,2% sem er nokkuð meira en í síðustu könnun.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 23,4% borið saman við 21,6% í síðustu könnun og fylgi Framsóknarflokksins mældist 12,8% borið saman við 10,8% í síðustu könnun.

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fylgi Bjartrar framtíðar mældist 4,2% borið saman við 3,7% í síðustu könnun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert