Sveitarstjóri Reykhólahrepps gagnrýnir að ekki skuli vera tekið tillit til mikilvægis Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum við samningu frumvarps um öflun þangs og þara í atvinnuskyni.
Ekki er gert ráð fyrir forgangi fyrirtækisins að auðlindinni eftir 40 ára starf, umfram ný fyrirtæki.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu að frumvarpið sé fyrsta skrefið í að skipuleggja þessa nýtingu og afla upplýsinga um auðlindina.