Skattar greiddir frá upphafi

Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundur Davíðs Gunnlaugsson forsætisráðherra, á félagið …
Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundur Davíðs Gunnlaugsson forsætisráðherra, á félagið Wintris sem skráð er á Bresku jómfrúreyjum. mbl.is/Steinþór

Skatt­ar hafa frá upp­hafi verið greidd­ir af er­lenda fé­lag­inu Wintris Inc., sem er í eigu Önnu Sig­ur­laug­ar Páls­dótt­ur, eig­in­konu Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráðherra. Þetta seg­ir Jó­hann­es Þór Skúla­son, aðstoðarmaður for­sæt­is­ráðherra.  Eign­ir Wintris, sem er skráð á Bresku-Jóm­frúreyj­um og er í fjár­stýr­ingu hjá úti­búi Cred­it Suis­se á Bretlandi, nema rúm­um millj­arði, auk þess sem fé­lagið á kröf­ur á alla föllnu bank­anna.

Krafa Wintris í þrota­bú Kaupþings nem­ur 1,5 millj­ón evra að nafn­v­irði, krafa fé­lags­ins í þrota­bú Glitni nem­ur einni millj­ón franka og kraf­an á þrota­bú Lands­bank­ans 174 millj­ón­um króna.

„Við urðum vör við það fyr­ir helgi að það voru aðilar í fjöl­miðlum sem voru að velta þessu fyr­ir sér og greini­lega á þeim nót­um að þarna væri verið að fela eitt­hvað,“ seg­ir Jó­hann­es Þór Skúla­son, aðstoðarmaður for­sæt­is­ráðherra, sem Anna Sig­ur­laug hef­ur falið að veita fjöl­miðlum upp­lýs­ing­ar um fjár­mál sin.  

Anna Sig­ur­laug hafi því ákveðið að út­skýra stofn­un fé­lags­ins og skatta­mál sín í færslu á Face­book síðu sinni. „Aug­ljós­lega vakna spurn­ing­ar það gera sér all­ir grein fyr­ir því, ekki síst hún,“ seg­ir Jó­hann­es Þór.  En í færslu Önnu Sig­ur­laug­ar segi að fé­lagið hafi verið stofnað til að halda utan um afrakst­ur sölu á hlut henn­ar í fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­inu.

Lands­bank­inn í Lúx­em­borg stofnað fé­lagið árið 2007 og fékk Anna Sig­ur­laug fé­lagið 2008 við söl­una á sín­um hlut í fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­inu. Bank­inn hafi talið „ein­fald­ast að stofna er­lent fé­lag um eign­irn­ar svo þær væru vistaðar í alþjóðlegu um­hverfi og að auðvelt yrði að nálg­ast þær hvar svo sem bú­seta okk­ar yrði,“ seg­ir í færsl­unni.  

Grund­vall­ar­atriðið er þó að sögn Jó­hann­es­ar Þórs að  alltaf  hafa verið greidd­ir all­ir skatt­ar af fé­lag­inu líkt og yf­ir­lýs­ing frá KPM, sem hafi frá upp­hafi séð um end­ur­skoðun fé­lags­ins, færi sönn­ur á.  

Lítið greitt upp í al­menn­ar kröf­ur

Kröf­ur Önnu Sig­ur­laug­ar í bank­ana séu enn­frem­ur al­menn­ar kröf­ur. „Þetta eru bara upp­haf­leg skulda­bréfi sem hún á vegna pen­inga sem töpuðust við hrunið. Þetta fé­lag hef­ur aldrei keypt eða selt kröf­ur á bank­ana.“ Sé enn­frem­ur skoðuð sú stefna sem Sig­mund­ur Davíð hafi keyrt gagn­vart  kröfu­höf­um bank­anna, þá er lítið greitt upp í al­menn­ar kröf­ur og það eigi það við um kröfu henn­ar eins og annarra.

Jó­hann­es Þór seg­ir held­ur ekki verið að brjóta nein­ar regl­ur varðandi hags­muna­skrán­ingu for­sæt­is­ráðherra í þing­inu.  „Eins og þingið set­ur upp hags­muna­skrán­ing­a­regl­urn­ar þá kem­ur þar fram að menn þurfa að skrá eign­ar­hluti sem eru yfir ákveðnum mörk­um í fé­lög­um í at­vinnu­rekstri og þetta er ekki fé­lag í at­vinnu­rekstri og  fell­ur ekki und­ir þær. Það er ekki verið að brjóta nein­ar regl­ur.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert