Vill opna nefndafundi

Borgarfulltrúar eiga ekki að óttast aukið lýðræði og gagnsæi, segir …
Borgarfulltrúar eiga ekki að óttast aukið lýðræði og gagnsæi, segir Júlíus Vífill. mbl.is/Styrmir Kári

„Borgarfulltrúar eiga ekki að óttast aukið lýðræði og gagnsæi,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en á borgarstjórnarfundi í gær lagði hann fram tillögu um að opna fyrir almenningi fundi nefnda og ráða borgarinnar.

„Ég vil gera borgarbúum kleift að koma inn á fundi óski þeir þess. Jafnframt að send verði út upptaka af fundum ráða og nefnda.“

Vel var tekið í tillöguna og henni vísað til borgarráðs til frekari umfjöllunar. Ekki var tekið jafnvel í tillögu Júlíusar um viðræður við ríkið um að setja hluta Sæbrautar í stokk, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert