Drap kvígu með að draga hana á eftir bíl

Bóndinn dró kvíguna á eftir jeppanum þangað til hún drapst. …
Bóndinn dró kvíguna á eftir jeppanum þangað til hún drapst. Þessi kýr tengist fréttinni ekki. Atli Vigfússon

Í fyrrasumar var bóndi fyrir norðan kærður fyrir dýraníð eftir að hafa dregið kvígu aftan í bifreið sinni þangað til hún lést. Var dóttir mannsins og sambýliskona með í bifreiðinni en barnsmóðir mannsins kærði málið til héraðsdýralæknis. Játaði maðurinn fyrir honum að hafa gengið of langt og endaði málið með að maðurinn fékk áminningu. Frá þessu er sagt á vef Fréttatímans.

Kemur þar fram að málið sé eitt af þeim sem urðu til þess að Dýraverndunarsamband Íslands hóf að beita sér fyrir því að bændur sem yrðu uppvísir að dýraníði fengju ekki beingreiðslur. Haft er eftir Hallgerði Hauksdóttur, formanns sambandsins, að niðurstaða málsins sé eitthvað sem sambandið geti ekki sætt sig við.

Í fréttinni er því lýst hvernig kvígan hafi farið út í fyrrasumar í fyrsta skipti. Þegar reka átti hana inn gekk það illa og fór svo að bóndinn keyrði utan í kvíguna á jeppa sínum þannig að á sá. Því næst setti hann snöru um háls kvígunnar og dró hana á eftir bifreiðinni auk þess að hafa lamið hana með girðingarstaurum. Kvígan gekk með bílnum fyrst um sinn en lagðist svo og var dregin þannig að fjósinu þar sem kom í ljós að hún hafði drepist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert