Gunnlaugur nýr sveitarstjóri Borgarbyggðar

Gunnlaugur Júlíusson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Borgarbyggðar.
Gunnlaugur Júlíusson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Borgarbyggðar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Gunn­laug­ur Auðunn Júlí­us­son hef­ur verið ráðinn sveit­ar­stjóri í Borg­ar­byggð, en byggðaráð Borg­ar­byggðar samþykkti það á fundi sín­um í morg­un. Gunn­laug­ur hef­ur frá ár­inu 1999 starfað hjá Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga sem sviðsstjóri Hag- og upp­lýs­inga­sviðs. Þar áður starfaði Gunn­laug­ur sem sveit­ar­stjóri á Raufar­höfn.

Gunn­laug­ur er þekkt­ur hér á landi fyr­ir að vera einn fremsti lang­hlaup­ari lands­ins, en hann hef­ur hlaupið fjölda svo­kallaðra of­ur­m­araþona. Meðal ann­ars hljóp hann 400 kíló­metra hlaup árið 2013.

Gunn­laug­ur lauk bú­fræðinámi á Hvann­eyri  árið 1975 og nam land­búnaðar­hag­fræði í Svíþjóð og Dan­mörku á ár­un­um 1980-1987. Hann lauk námi í verðbréfamiðlun við Há­skól­ann í Reykja­vík árið 2001 og stundaði meist­ara­nám við fjár­mála­skor viðskipta­fræðideild­ar Há­skóla Íslands á ár­un­um 2002-2005. Gunn­laug­ur er gift­ur Sigrúnu Sveins­dótt­ur, lyfja­fræðingi og þau eiga þrjú upp­kom­in börn. Gunn­laug­ur kem­ur til starfa um mánaðar­mót­in apríl/​maí og mun flytja í Borg­ar­byggð.

Byggðarráð bókaði jafn­framt þakk­ir til um­sækj­enda um starf sveit­ar­stjóra Borg­ar­byggðar, 26 hæf­ir ein­stak­ling­ar sóttu um starfið og var það ánægju­legt að sjá þann mikla áhuga sem á starf­inu er.

Gunnlaugur er einn fremsti langhlaupari Íslands.
Gunn­laug­ur er einn fremsti lang­hlaup­ari Íslands. Golli / Kjart­an Þor­björns­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert