Halla ætlar að bjóða sig fram

Halla Tómasdóttir
Halla Tómasdóttir mbl.is/Ómar

Halla Tóm­as­dótt­ir, frum­kvöðull og fjár­fest­ir, ætl­ar að bjóða sig fram til for­seta Íslands, sam­kvæmt frétt Frétta­blaðsins í dag.

Sam­kvæmt heim­ild­um blaðsins verður boðað til blaðamanna­fund­ar um miðjan dag þar sem ákvörðunin verður kynnt. Halla hef­ur ekki greint frá þessu á Face­booksíðu sínni.

Í des­em­ber­byrj­un var stofnuð síða á Face­book þar sem skorað var á Höllu að bjóða sig fram. Hún sagðist þá djúpt snort­in, en ætlaði að gefa sér tíma til að hugsa málið og ræða það við sína nán­ustu áður en hún segði af eða á með fram­boð.

Halla er gift Birni Skúla­syni viðskipta­fræðingi og sam­an eiga þau tvö börn. Fram kem­ur á stuðnings­síðu henn­ar að hún hafi komið að upp­bygg­ingu Há­skól­ans í Reykja­vík, leitt verk­efnið Auður í krafti kvenna, en einnig gegndi hún starfi fram­kvæmda­stjóra Viðskiptaráðs Íslands 2006 til 2007 áður en hún lét þar af störf­um til að stofna fjár­fest­ing­ar­sjóðinn Auði Capital. Und­an­far­in miss­eri hef­ur Halla mest starfað er­lend­is, meðal ann­ars sem stofn­andi Sisters Capital.

Bætt við klukk­an 8:13

Halla Tóm­as­dótt­ir boðar til blaðamanna­fund­ar klukk­an 15 í dag á heim­ili sínu í Kópa­vogi. „Eins og kunn­ugt er hef­ur stór hóp­ur stuðnings­manna skorað á Höllu að bjóða sig fram til embætt­is for­seta Íslands.

Halla hef­ur gefið sér góðan tíma til að velta öll­um hliðum máls­ins fyr­ir sér og ætl­ar að skýra frá niður­stöðu sinni á fund­in­um. Ávarp Höllu verður einnig sent út á Face­book-síðunni „Við skor­um á Höllu Tóm­as­dótt­ur í for­setafram­boð 2016“ þar sem rúm­lega 1600 manns hafa lýst yfir stuðningi við fram­boð Höllu,“ sam­kvæmt til­kynn­ingu sem send var til fjöl­miðla í morg­un.

Frétta­blaðið

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert