Jailhouse Jazz í Hegningarhúsið?

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg.
Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. mbl.is/Golli

Safn, sýn­ing­ar- og versl­un­ar­rými, bak­g­arður með opn­an­leg­um gler­hjúpi, veit­ingastaður og menn­ing­ar­starf­semi. Þetta eru meðal hug­mynda starfs­hóps sem var skipaður í því skyni að ákv­arða framtíð Hegn­ing­ar­húss­ins við Skóla­vörðustíg. Hóp­ur­inn lauk störf­um um ára­mót­in og skilaði skýrslu í kjöl­farið þar sem m.a. er lagt til að húsið verði áfram í þjóðar­eigu og áhersla lögð á að það verði gert upp í sem upp­runa­leg­astri mynd.

Í skýrsl­unni seg­ir að húsið sé í raun þjóðminj­ar og að í því fel­ist mik­il menn­ing­ar­verðmæti. Staðsetn­ing­in sé ekki síður verðmæt. Lagt er til að rekst­ur húss­ins verði í al­mannaþágu. „Seinna meir væri hægt að fela rekstr­araðilum, ein­um eða fleiri, að sjá um starf­semi í hús­inu,“ seg­ir í skýrsl­unni. Þar er enn­frem­ur lagt til að í hús­inu verði fjölþætt menn­ing­ar­starf­semi, sér­hæfð versl­un­ar­starf­semi og veit­ing­a­rekst­ur. „Ekki er það þó til­laga hóps­ins að húsið verði fyrst og fremst veit­inga­hús, hvað þá öld­ur­hús.“

Í hópn­um voru m.a. full­trú­ar rík­is og borg­ar, Fang­els­is­mála­stofn­un­ar og Minja­stofn­un­ar. Jakob Frí­mann Magnús­son fram­kvæmda­stjóri átti þar sæti fyr­ir hönd Miðborg­ar­inn­ar okk­ar.

„Það blas­ir við að það þarf að gera heil­mikið við húsið og end­ur­nýja það. Þetta er stór­merki­legt hús sem hef­ur gegnt marg­háttuðum hlut­verk­um, þar hef­ur t.d. verið bæj­arþing, dans­hús, fang­elsi o.fl. Að þessu öllu þarf að huga við framtíðar­hlut­verk húss­ins, við þurf­um að varðveita þessa merku sögu,“ seg­ir Jakob.

Í skýrsl­unni seg­ir að í garðinum ætti að vera svið sem gæfi kost á tón­leika­haldi, s.s. djassi eða óraf­magnaðri tónlist. „Sviðslist­ir, uppistand og fleira gæti einnig notið sín í garðinum.Vel færi á því að djass­tónlist yrði þar sómi sýnd­ur,“ seg­ir þar.

Skemmti­mennt­ar­húsið

Jakobi hugn­ast þess­ar hug­mynd­ir vel og sér fyr­ir sér að í hús­inu verði miðstöð djass­tón­list­ar. Hann sting­ur upp á nafn­inu Jail­hou­se Jazz fyr­ir starf­sem­ina. „Byggja mætti yfir garðinn og hafa þar veit­ingastað með kúltúr tónlist. Mér finnst löngu tíma­bært að djass­inn fái verðugan miðborg­arstað, með fullri virðingu fyr­ir þeirri viðleitni sem hef­ur verið sýnd hingað til,“ seg­ir Jakob. Hann tel­ur að það myndi ríma vel við sögu húss­ins að þar yrði djassstaður. „Það er vissu­lega ákveðinn blús sem hef­ur ein­kennt þetta hús, eins og önn­ur betr­un­ar­hús. Og eins og all­ir vita er djass­inn upp­runn­inn úr blúsn­um. Per­sónu­lega vildi ég síðan sjá sjálfa fanga­klef­ana notaða af kon­septlista­mönn­um sem gætu þar t.d. skapað draum fang­ans á ýms­an hátt með blöndu af hljóð- og lista­verki.“

Jakob seg­ir nokk­urn ein­hug hafa ríkt í hópn­um um hver framtíð Hegn­ing­ar­húss­ins ætti að vera. „Að þetta yrði upp­lif­un­ar­hús sem ætti að veita fólki skemmt­un og mennt­un. Skemmti­mennt­ar­húsið við Skóla­vörðustíg,“ seg­ir Jakob sem seg­ist bíða spennt­ur eft­ir lykt­um mála. „Ég hélt reynd­ar að það ætti að vera búið að til­kynna nú þegar um framtíðarnotk­un húss­ins. Þessi rík­is­stjórn ætti að hrinda þessu í fram­kvæmd með stæl – það yrði rós í hnappagatið.“

Bent er á það í skýrsl­unni að áhuga­verð tæki­færi fel­ist í því að í hús­inu verði ein­hvers kon­ar sýn­ing­ar­hald tengt þróun byggðar og mann­lífs í Reykja­vík og sú hug­mynd viðruð að rekja mætti þróun Reykja­vík­ur, frá því að húsið var byggt, á flat­skjám. Önnur hug­mynd er að í hús­inu verði rétt­ar­sögu­safn, því saga húss­ins sem fang­els­is verði ekki um­flú­in. Sá hluti sög­unn­ar yrði jafn­vel rak­in í fanga­klef­um.

Verði bjargað frá skemmd­um

Í skýrsl­unni seg­ir m.a. að viðgerðir og viðhald hafi setið á hak­an­um, húsið liggi und­ir skemmd­um og er það mat hóps­ins að hið op­in­bera hefði um­sjón með þeirri fram­kvæmd og aflaði til þess fjár. Lagt er til að varið verði um 250 millj­ón­um á fjár­lög­um til að bjarga hús­inu frá enn meiri skemmd­um. „Það væri afar dap­ur­legt ef húsið færðist í flokk þeirra fjöl­mörgu eldri op­in­beru bygg­inga á veg­um Rík­is­eigna sem bít­ast þurfa um stop­ul­ar fjár­veit­ing­ar,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Að baki Hegn­ing­ar­húss­ins er garður sem hef­ur gegnt hlut­verki úti­vist­ar­svæðis fanga. Í skýrsl­unni seg­ir að hann auki mjög nota­gildi eign­ar­inn­ar og um sé að ræða ein­stakt aflokað svæði í hjarta höfuðborg­ar­inn­ar. „Hann mun hafa mikið aðdrátt­ar­afl. Þar get­ur al­menn­ing­ur setið á góðviðris­dög­um og notið veður­blíðu og veit­inga,“ seg­ir í skýrsl­unni. Þar er m.a. lagt til að hann verði lagður flís­um eða hell­um, hann verði yf­ir­byggður að hluta til og þá með opn­an­leg­um gler­hjúp. „Enda mik­il­væg upp­lif­un að vera úti í garðinum.“

Friðlýst að utan

Gunnþóra Guðmunds­dótt­ir arki­tekt var til­nefnd í starfs­hóp­inn af Minja­stofn­un. Að henn­ar sögn er húsið friðlýst að utan, þ.e. allt ytra byrði þess. „Stiga­húsið er einnig friðlýst og þetta þýðir að all­ar breyt­ing­ar þurfa að fara fyr­ir Húsafriðun­ar­nefnd,“ seg­ir Gunnþóra. Hún seg­ir að sal­ur á efri hæðinni, sem áður var dómsal­ur, sé skil­greind­ur sem varðveislu­verður. „Það þýðir að menn ættu að fara var­lega í all­ar breyt­ing­ar sem þar ætti að gera, það eru ekki marg­ir sal­ir með slík­um inn­rétt­ing­um,“ seg­ir Gunnþóra. „Vegna þessa þarf að fara var­lega í all­ar fram­kvæmd­ir og skoða þær á for­send­um þessa gamla húss. Von­andi tekst að tvinna þetta sam­an þannig að al­menn­ing­ur geti notið þess.“

Steinn­inn

Hegn­ing­ar­húsið er elsta fang­elsi á land­inu og var tekið í notk­un árið 1874. Lengi hef­ur legið fyr­ir að húsið henti illa til nú­tíma fang­els­is­rekst­urs og hinn 1. júlí í sum­ar lýk­ur þeirri sögu húss­ins þegar fang­elsið þar verður lagt niður. Á þeim tíma sem þarna hef­ur verið rekið fang­elsi hef­ur það gengið und­ir ýms­um nöfn­um; m.a. Fanga­húsið, Steinn­inn, Tugt­húsið og Nían og er það síðast­nefnda dregið af staðsetn­ingu húss­ins sem er við Skóla­vörðustíg 9.

Fúg­an á milli stein­anna er 142 ára

Skýrsl­unni fylg­ir ástands­skýrsla þar sem gerð er grein fyr­ir ástandi Hegn­ing­ar­húss­ins. Þar kem­ur m.a. fram að húsið hafi hlotið lítið viðhald í lang­an tíma og að ekki hafi þess alltaf verið gætt við viðhald að halda upp­runa­legri gerð.

Til dæm­is seg­ir í ástands­skýrsl­unni að end­ur­nýj­un glugga og hurða hafi ekki verið í sam­ræmi við ald­ur og stíl húss­ins. Þá seg­ir þar að á mörg­um stöðum sé fúga á milli steina lé­leg eða hrein­lega ónýt vegna tær­ing­ar og veðrun­ar, en hún hef­ur ekki verið end­ur­nýjuð síðan húsið var byggt árið 1874. Lagt er til að hún verði end­ur­nýjuð á öll­um út­veggj­um til að styrkja stein­hleðsluna og halda upp­runa­legu út­liti.

Meðal annarra fram­kvæmda sem lagðar eru til í ástands­skýrsl­unni er að skor­steinn verði tek­inn niður og end­ur­hlaðinn, vegg­ir í kjall­ara verði hreinsaðir vegna raka og að jarðveg­ur í garði á bak við húsið verði fjar­lægður og end­ur­nýjaður.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert