„Mig dreymdi slor í nótt“

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, tók til máls und­ir liðnum fund­ar­stjórn for­seta við upp­hafi þing­fund­ar í dag og fór fram á að Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra drægi til baka þau orð sín í út­varps­viðtali í morg­un þess efn­is að hún hafi ekki gert grein fyr­ir hags­mun­um sín­um vegna kvóta­sölu sinn­ar og fjöl­skyld­unn­ar sinn­ar. Las hún upp yf­ir­lýs­ingu þess efn­is að hún og eig­inmaður henn­ar hefðu aldrei átt né selt kvóta.

Frétt mbl.is: Hef­ur aldrei átt né selt kvóta

Fór Lilja Raf­ney enn­frem­ur fram á að Gunn­ar Bragi bæðist af­sök­un­ar á orðum sín­um. „Mig dreymdi slor í nótt og ég tel þetta vera að hæst­virt­ur ut­an­rík­is­ráðherra hafi dregið slor upp í umræðunni og þetta sé slor­mál­flutn­ing­ur sem á ekki að láta viðgang­ast. Og ég óska eft­ir því að hann biðjist af­sök­un­ar og dragi þetta til baka.“

Frétt mbl.is: Sagði Sig­mund vera kröfu­hafa

Um­mæli Gunn­ars Braga féllu í umræðu um er­lent eign­ar­halds­fé­lag eig­in­konu Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráðherra og hvort hann hefði átt að gefa það upp við hags­muna­skrán­ingu á veg Alþing­is. Regl­ur þings­ins gera ekki kröfu um að fjár­mál­um maka þing­manna séu gerð skil. Eig­in­kona Sig­mund­ar, Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir, hef­ur sagt að fé­lagið hafi all­ar göt­ur greitt skatta hér á landi og engu verið haldið leyndu varðandi það.

Frétt mbl.is: Skatt­ar greidd­ir frá upp­hafi

Ólína Þor­varðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­arin­ar, tók und­ir með Lilju Raf­ney. Ólína sagði um­mæli Gunn­ars Braga ámæl­is­verð og óþverra­leg. Sagði hún öm­ur­legt þegar reynt væri að sverta heiðarlegt fólk með þess­um hætti. Svandís Svavars­dótt­ir, þing­flokks­formaður VG, sagðist eng­ar vænt­ing­ar hafa til þess að Gunn­ar Bragi bæðist af­sök­un­ar á um­mæl­um sín­um enda hefði hann farið fram með þess­um hætti áður án þess að gera það. Sagði hún um­mæl­in lág­kúru­leg.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert