Vilja að boðað verði til kosninga

Stjórn VG í Reykjavík krefst þess að ríkisstjórnin skili inn …
Stjórn VG í Reykjavík krefst þess að ríkisstjórnin skili inn umboði sínu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn Vinstri grænna í Reykjavík segir ráðherra ríkisstjórnarinnar enn á ný bregðast trausti þjóðarinnar.

Í tilkynningu frá stjórninni segir að í ljósi nýjustu frétta blasi við að óbætanlegur trúnaðarbrestur sé kominn upp milli ráðherra og þjóðar, einn af fjölmörgum trúnaðarbrestum á kjörtímabilinu.

Ekki er tekið fram í tilkynningunni nákvæmlega hvaða fréttir um ræði en leiða má að því líkur að þar sé átt við fregnir af kröfum Önnu Sig­ur­laug­ar Páls­dótt­ur, eig­in­konu Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráðherra, í föllnu bankanna.

 „Eina leiðin til að byggja á ný traust milli ríkisstjórnar og þjóðar er að núverandi ríkisstjórn skili inn umboði sínu, boðað verði til kosninga og ný ríkisstjórn mynduð,“ segir í tilkynningunni.

„VG í Reykjavík krefst þess að ríkisstjórnin skili inn umboði sínu og boði til kosninga. Það litla traust sem Alþingi hefur enn er í húfi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert