Hesturinn kynntur í flugstöðinni

Ráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson umvafinn brosmildum konum við undirritun samnings.
Ráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson umvafinn brosmildum konum við undirritun samnings. Ljósmynd/Brynjólfur Jónsson

Íslenski hesturinn á að vera sýnilegur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ferðamenn sem þar hafa viðdvöl geta fengið ýmsar upplýsingar um þarfasta þjóninn og látið taka af sér mynd við einhverja táknmynd hans.

Verið er að undirbúa myndarlegt markaðsátak til fjögurra ára til kynningar á íslenska hestinum. Markmiðið er að auka verðmætasköpun sem grundvallast á hestinum, styrkja ímynd hans í vitund fólks um allan heim og byggja upp sterkt vörumerki: Horses of Iceland.

Vonast er til að gjaldeyrisöflun aukist, ekki aðeins við sölu hesta heldur einnig margvíslegrar þjónustu og afurða sem henni tengjast, að því er fram kemur  í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert