MR sigrar í Gettu betur og setur met

Menntaskólinn í Reykjavík sigraði í spurningakeppninni Gettu betur í ár. Áttust þar við lið MR og Kvennaskólans í Reykjavík. Er þetta í tuttugasta skiptið sem skólinn sigrar í keppnina.

Lokatölur í keppninni voru 13-40 fyrir MR. Þetta er stærsti sigur í úrslitakeppni Gettu betur hingað til, en í fyrra vann MR FG með 23 stiga mun sem var mesti munurinn fram að þessu. 

Lýsing mbl.is frá keppninni má lesa hér að neðan:

Nú fer fram úrslitaviðureign spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, en þar eigast við skólarnir Menntaskólinn í Reykjavík og Kvennaskólinn í Reykjavík. MR er ríkjandi meistari en Kvennó vann síðast árið 2011. Var sú viðureign einmitt á milli þessara tveggja skóla.

Spyrill í ár er Björn Bragi Arnarsson en dómarar eru Bryndís Björgvinsdóttir & Steinþór Helgi Arnsteinsson.

Kvennaskólinn byrjar í hraðaspurningunum og MR víkur.

Kvennó fær 11 stig í hraðaspurningunum.

Lið Kvennó.
Lið Kvennó. Mynd/RÚV

MR fær 14 stig í hraðaspurningunum og hefur því þriggja stiga forystu eftir hraðaspurningarnar.

Komið er að þríhöfðanum þar sem liðin geta fengið 0-3 stig eftir því hversu vel þeim gengur í spurningunni. Spurt var um jarðskjálfta frétt sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, las. Fékk MR 3 stig fyrir sín svör en Kvennó 2. Staðan er því 13-17 fyrir MR.

MR hefur svarað fyrstu þremur bjölluspurningunum rétt, en fyrir rétt svar fást tvö stig. MR er því komið með 10 stiga forystu 13-23.

MR heldur áfram að hala inn stigum og svaraði einnig næstu tveimur bjölluspurningum rétt. Er MR því komið með 14 stiga forystu. Staðan er 13-27.

Sigurvegarar Gettu betur 2016, lið Menntaskólans í Reykjavík.
Sigurvegarar Gettu betur 2016, lið Menntaskólans í Reykjavík. Mynd/RÚV

Það virðist lítið ganga hjá Kvennó-liðinu eftir hraðaspurningarnar og þríhöfðann. Liðið hefur síðan þá ekki fengið neitt stig en MR á sama tíma svarað 7 spurningum rétt og því er staðan nú 13-33 fyrir MR.

Að bjölluspurningum loknum er staðan 13-33 fyrir MR. Komið er að skemmtiatriði Kvennó. MR er búið að vinna, en Kvennó getur þó enn klórað í bakkann og halað inn nokkrum stigum í lokin.

MR fékk stig úr báðum vísbendingaspurningunum og fékk einnig þrjú stig í þríþrautinni. Lokatölur í keppninni eru 13-40 fyrir MR.

Þetta er stærsti sigur í úrslitakeppni Gettu betur hingað til, en í fyrra vann MR FG með 23 stiga mun. 

Mynd/Rúv.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert