Vildi ekki bjóða sig fram gegn Ólafi Ragnari

Bæring Ólafsson segist vilja gefa til baka til þjóðarinnar.
Bæring Ólafsson segist vilja gefa til baka til þjóðarinnar.

Bær­ing Ólafs­son, for­setafram­bjóðandi, ætlaði að bjóða sig árið 2012 en hætti við þar sem hann vildi ekki bjóða fram gegn sitj­andi for­seta, Ólafi Ragn­ari Gríms­syni.

Bær­ing seg­ist telja að fer­ill sinn sé mjög góð und­ir­staða fyr­ir starf for­seta en hann er meðal ann­ars fyrr­um for­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Coca Cola In­ternati­onal. Árið 2012 fór hann á eft­ir­laun frá fyr­ir­tæk­inu, aðeins 56 ára gam­all, og seg­ir hann að tíma­setn­ing­in hefði hentað vel.

„En ég vildi ekki bjóða mig fram á móti sitj­andi for­seta. Ég hef alltaf fundið fyr­ir stolti gagn­vart for­seta lands­ins og tel að menn eigi ekki að bjóða sig fram gegn hæf­um og vin­sæl­um for­seta. Þar af leiðandi gerði ég það ekki en hugsaði mér þó gott til glóðar­inn­ar: kannski 2016. Nú er tím­inn.“

Bær­ing hef­ur eitt stór­um hluta starfsævi sinn­ar fjarri Íslandi en seg­ist hafa fylgst mjög vel með enda eigi hann hér bæði börn og barna­börn sem og stór­an vina­hóp. Eins geti komið að gagni að hafa annað sjón­ar­horn. Hann sé al­inn upp á Íslandi og hafi héðan sinn kraft og vilja. Nú sé tími til kom­inn að gefa til baka.

„Ég held að starfið sé mjög krefj­andi og gefi mín­um hæfi­leik­um sem eru reynsla, þekk­ing og kraft­ur – bæði á inn­lend­um og er­lend­um vett­vangi tæki­færi til að koma að góðu gagni fyr­ir þjóðina. Ég held líka að þjóðin þurfi á sterk­um leiðtoga að halda sem er heiðarleg­ur, hæf­ur traust­ur og óháður.“

Rose kæmi með á Bessastaði

Eig­in­kona Bær­ings til 21 árs, Rose Olafs­son, er sjálf ekki ókunn­ug embætt­is­störf­um því hún er bæj­ar­stjóri heima­bæj­ar síns á Fil­ips­eyj­um.

„Hún var kos­in fyr­ir þrem­ur árum og ég hef stutt hana. Hún er hörku­kona og hef­ur tekið vel á mál­um þar með gíf­ur­leg­um ár­angri og ég kem til með að styðja og styrkja hana í framtíðinni á henn­ar frama­braut. En ef ég næ kjöri hér erum við búin að ákveða að hún muni styðja mig og flytja hingað og við yrðum öll sam­an hér sem fjöl­skylda.“

Innt­ur eft­ir því hvort embætt­is­störf eig­in­kon­unn­ar hafi verið hon­um inn­blást­ur hvað for­setafram­boðið varðar seg­ir Bær­ing svo ekki vera; for­seta­draum­ur­inn hafi blundað í hon­um lengi. Hann hafi alltaf séð fyr­ir sér að ef hann myndi snúa aft­ur til Íslands væri það af því að hann væri al­farið hætt­ur að vinna eða þá til að starfa í þágu þjóðar­inn­ar.

Vill sam­eina þjóðina

„Ég held að stærsta verk­efni verðandi for­seta Íslands sé að sam­eina þjóðina. Þjóðin virðist vera í mikl­um ólgu­sjó og ég held það þurfi mann sem hef­ur reynslu til að sam­eina þjóðina um þau mark­mið og mál­efni sem tryggja framtíðin fyr­ir landið í staðinn fyr­ir að vera að ein­blína of mikið á mis­tök fólks í fortíðinni og í smá­mál­um,“ seg­ir Bær­ing.

Aðspurður um hvort eitt­hvað eitt mál­efni sé mik­il­væg­ara en annað nefn­ir hann aldraða, ör­yrkja og ungt fólk sem hygg­ur á nám. Mik­il­vægt sé að for­gangsraða í þeirra þágu vilji Ísland raun­veru­lega kalla sig vel­ferðarsam­fé­lag.

„Ég held það sé skylda okk­ur að hugsa vel um aldraða og ör­yrkja og unga fólkið sem þarf að mennta svo það geti farið fram í lífið og byggt upp þjóðfé­lagið þannig að við get­um skilað af okk­ur betra landi til næstu kyn­slóðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert