Vilja aðgreina tekjuskatt og útsvar

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi þess efnis aðlaunagreiðendum verði gert að „aðgreina útsvar og tekjuskatt á launaseðlum til að launamenn eigi þess kost að sjá hvernig staðgreiðsla skatta skiptist milli ríkis og sveitarfélaga og er frumvarpinu ætlað að auka gagnsæi í opinberum fjármálum og bæta fjármálalæsi,“ líkt og segir í greinargerð.

Fram kemur ennfremur í greinargerðinni með frumvarpinu að ríkissaksóknari aðgreini tekjuskatt og útsvar við álagningu en verði frumvarpið að lögum verði það einnig gert á launaseðlum. Fyrsti flutningsmaður er Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en meðflutningsmenn eru sjö aðrir þingmenn flokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert