Mættu finnsku liði í Roller Derby

Frá viðureign Íslands og Finnlands í Roller Derby í dag.
Frá viðureign Íslands og Finnlands í Roller Derby í dag. mbl.is/Eggert

Roller Derby-lið Íslands, Ragnarök, mætti liði frá Finnlandi í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í dag. Þetta er fjórði heimaleikur liðsins en mótherjarnir eru frá borginni Turku í Finnlandi og gengur liðið undir nafninu Dirty River Roller Grrrls B-team Åbo B-ajs.

Roller der­by er hröð snert­iíþrótt sem er spiluð á hjóla­skaut­um, en mark­mið leiks­ins er að skora sem flest stig með því að hringa and­stæðing­inn.

Vin­sæld­ir íþrótt­ar­inn­ar hafa farið ört vax­andi hér á landi sem og ann­ars staðar. Nokk­ur nýliðanám­skeið eru hald­in á hverju ári og var svo mik­il aðsókn síðast að vísa þurfti fólki frá. Íþrótt­in er, eins og áður sagði, spiluð á hjóla­skaut­um og eru aðallega kon­ur sem spila hana, þó svo að karlaliðum hafi farið fjölg­andi und­an­farið um all­an heim.

Frá viðureign Íslands og Finnlands í Roller Derby í dag.
Frá viðureign Íslands og Finnlands í Roller Derby í dag. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert