Orðspor þorsksins gæti beðið skaða

Þorskur.
Þorskur. mbl.is/RAX

Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt því við bandarísk stjórnvöld að þau hafa sett Atlantshafsþorsk á lista yfir fisktegundir sem taldar eru í hættu vegna ólöglegra og eftirlitslausra veiða.

Listinn er hluti aðgerða starfshóps á vegum Bandaríkjaforseta vegna rekjanleika fiskafurða sem taka gildi á þessu ári.

,,Við mótmæltum því að það væri slakt eftirlit eða að það væri mikil hætta á ólöglegum fiskveiðum í Norður-Atlantshafi,“ segir Brynhildur Benediktsdóttir, sérfræðingur á sviði auðlindanýtingar í atvinnuvegaráðuneytinu, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Íslendingar séu ekki ánægðir með það ef Atlantshafsþorskurinn er orðaður við ólöglegar veiðar því það geti skaðað orðspor fisksins. Miklir hagsmunir gætu verið í húfi þegar nýtt kerfi rekjanleika fiskafurða öðlast gildi í Bandaríkjunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert